Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1433260179.67

  Teikning
  SJLI1TE05
  4
  Sjónlist
  teikning
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Áfanginn undirbýr nemendur fyrir listnám í sérskólum eða á háskólastigi og veitir þeim trausta grunnmenntun fyrir fjölbreyttar greinar sjónlista. Þar má m.a. nefna myndlist (teikning, málun, skúlptúr, grafík, nýir miðlar).
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi aðferðum við hugmynda- og skissuvinnu
  • mótun teikningar með tilliti til línu, forms og skyggingar
  • mismunandi eiginleikum teikniáhalda, pappírs og skissubóka
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • túlka eigin hugmyndir og skoðanir með teikningu á sannfærandi hátt
  • geta endurspeglað atburðarás með teikningu
  • beita formum og þrívíddarhugsun í myndbyggingu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna úr hugmyndum og nota skissubók til að þróa úrlausnir
  • gera sjálfstæðar og persónulegar rannsóknir á viðfangsefni sínu og vinna út frá því heildstætt verk
  • fullvinna heilsteypt verk sem grundvallast á teikningu
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum.