Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1433260385.93

  Litafræði og málun
  SJLI2LM05
  1
  Sjónlist
  litafræði, málun, þrívídd
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er unnið á kerfisbundinn hátt með málningu, krít og aðra liti á mismunandi pappír og striga. Lögð er áhersla á að þjálfa formskilning nemenda og auka þekkingu þeirra á blöndunarþætti lita. Í lok áfangans vinna nemendur í að þróa og efla persónulega tjáningu í málverki með fjölbreyttum litum, markvissri notkun ljóss og skugga og agaðri myndbyggingu.
  SJLI1TE05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • fjölbreyttum eiginleikum lita
  • tóni, blæ og ljósmagni lita
  • nýtingu litaskalans á áhrifaríkan hátt í einföldum myndum
  • mikilvægi skissuvinnu við undirbúning málverks
  • áhrifum lita og litasamsetninga í mismunandi samhengi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • blanda liti og litatóna
  • afla sér heimilda og nýta sér þær
  • byggja upp myndverk
  • nýta form, áferð og myndmál í listsköpun
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna á persónulegan hátt með eigin hugmyndir
  • útfæra hugmyndir yfir í myndverk með tilliti til lita-, formfræði og myndbyggingar
  • geta beitt gagnrýnni og skapandi hugsun á sín verk sem og verk annarra
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum og vinnubækur eru metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni. Sýning á lokaverkefnum.