Í áfanganum er kennd smíði glugga og útihurða með áherslu á trésamsetningar, vélavinnu og handverk. Nemendur læra um viðartegundir og önnur smíðaefni sem notuð eru í glugga og útihurðir, áhöld og tæki, samsetningaraðferðir, yfirborðsmeðferð og smíðisfestingar. Lögð er áhersla á að nemendur geti gengið úr skugga um gæði þeirra smíðaefna sem unnið er með og að endanlegur smíðishlutur uppfylli kröfur um málsetningar og útlit m.m. Nemendur fá áframhaldandi þjálfun í notkun og umgengni við allar algengar trésmíðavélar og kynnast flóknari vélbúnaði sem sérstaklega tengist glugga- og hurðasmíði. Kennsla er að mestu verkleg þar sem nemendur smíða hluti eftir teikningum og verklýsingum. Áfanginn er ætlaður bæði húsasmiðum og húsgagnasmiðum.
TRÉS1VT08 Vél- og trésmíði
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
umgengni og notkun trésmíðavéla fyrir glugga og hurðasmíði
vali efna til glugga og hurðasmíða
smíðaefnum sem notuð eru við gerð glugga og útihurða
eiginleikum viðar og plötuefnis með tilliti til endingar
áhöldum og vélum sem notuð eru við smíði glugga og útihurða
samhengi milli snúnings-, skurðar- og mötunarhraða og yfirborðsgæða
öryggisreglum og öryggisbúnaði viðkomandi áhalda og tækja
samsetningaraðferðum á gluggum og útihurðum
helstu efnissamsetningum sem notaðar eru í gluggum og hurðum
límtegundum og límhörðnunarkerfum fyrir mismunandi viðartegundir
samlímingu á tré sem notað er til að smíða bogna og beina íhluti
öryggisreglum og öryggisbúnaði sem snertir lím og meðferð þess
yfirborðsmeðferð glugga og útihurða
aðferðum til að fúaverja og yfirborðsmeðhöndla glugga og útihurðir
gagnvörn smíðaviðar og efnum til yfirborðsmeðferðar
öryggisreglum og öryggisbúnaði við fúavörn og yfirborðsmeðferð
öryggisþáttum og viðhaldi trésmíðavéla
vinnuaðstöðu og vinnumhverfi
smíði boginna íhluta og glugga með skapalóni eða CNC-vél
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna eftir teikningum og verklýsingum fyrir glugga- og hurðasmíðar
nota málma og plast við smíði glugga og útihurða
brýna og halda við einföldum skurðarverkfærum
nota og halda við áhöldum, rafmagns- og lofthandverkfærum
umgangast flóknar trésmíðavélar með tillit til notkunar og öryggismála
lesa merkingar og flokka efni með tilliti til útlits og styrks
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
velja hentugt smíðaefni með hliðsjón af verkefni hverju sinni
öðlast innsýn í tæknilega viðarvernd við smíði útiglugga og útihurða
velja smíðisfestingar og þéttilista með hliðsjón af verkefni
velja réttar trésmíðavélar bæði til fjölda- og stykkjaframleiðslu
velja skurðarverkfæri og skurðarhorn út frá viðartegund
velja verkfæri og skurðarhorn til vinnslu samsíða og þvert á trefjastefnu
ganga úr skugga um rétta virkni og stillingar véla með aðstoð mæliáhalda
velja límáburðartæki, þvingur og pressur fyrir glugga- og hurðasmíði
velja slípi- og málningarkerfi fyrir mismunandi viðartegundir
smíða glugga og útihurðir með þéttingum og fylgihlutum
smíða fasta og opnanlega glugga til notkunar utan- og innanhúss
smíða útihurð með spjöldum ásamt karmi og stáli
smíða skapalón með hliðsjón af hönnunargögnum
ganga frá smíðishlut með gleri, þéttilistum og stáli
staðsetja og taka úr fyrir lömum og skrám í höndum og með vélum
Mælt er með því að námsmat byggi á verkefnavinnu (u.þ.b. 80%) og einu eða fleiri skriflegum prófum/verkefnum (u.þ.b. 20%).