Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433323665.23

    Þýska 1
    ÞÝSK1HL05
    76
    þýska
    hlustun, lestur, tal og ritun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Frá upphafi er færniþáttunum fjórum, tali, hlustun, lestri og ritun, sinnt jafnhliða. Í byrjun er sérstök áhersla á framburðarkennslu því að mikilvægt er að nemendur temji sér góðan framburð strax í byrjun. Nemendur æfa að tala og skrifa um sjálfa sig, fjölskyldu sína, vini og nánasta umhverfi. Einnig æfast þeir í samskiptum við ákveðnar aðstæður í daglegu lífi. Nemendur rita einfalda texta sem byggjast á orðaforða sem áður hefur komið fyrir í kennslunni. Unnið er með einfalda texta. Markviss uppbygging orðaforða og kennsla í grunnatriðum málfræði fer fram með hliðsjón af markmiðum áfangans. Löndin og menning þeirra eru kynnt samhliða námsefninu. Nemendur fá grunnþjálfun í notkun orðabóka og upplýsingaleitar á netinu. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að hafa yfir að ráða góðum orðaforða.
    • helstu grundvallarþáttum þýskrar tungu.
    • menningu, samskiptum og siðum íbúa þýskumælandi landa.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt.
    • fylgja einföldum fyrirmælum og skilja helstu kveðjur og kurteisisávörp.
    • lesa einfalda texta með algengum orðaforða sem tengist nemanda, umhverfi hans og áhugamálum.
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og beita kurteisis- og málvenjum við hæfi.
    • segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og atburðum daglegs lífs með því að beita orðaforða og framburði á réttan og skýran hátt.
    • skrifa stuttan, einfaldan texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi, skrifa skilaboð o.fl.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt sem metið er með hlustunaræfingum og -prófum.
    • skilja einfalda lestexta sem metið er með skriflegum og munnlegum spurningum um innihald texta.
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og atburðum daglegs lífs sem metið er með samtalsæfingum og munnlegu prófi.
    • skrifa stuttan einfaldan texta um sjálfa sig og sitt nánasta umhverfi sem metið er með ritunaræfingum og ritun á prófum.
    Hæfni nemenda er metin með hlustunarprófum, prófum í lesskilningi, ritunarprófum og munnlegum prófum.