Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1433324604.61

  Grunnáfangi í stærðfræði fyrir raunvísindi
  STÆR1GR05
  63
  stærðfræði
  grunnáfangi í stærðfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Grunnáfanga í stærðfræði er ætlað að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám á 2. þrepi. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð og námkvæmni í framsetningu og lausnum verkefna. Helstu efnisþættir eru: talnareikningur, bókstafareikningur, jöfnum, hlutföll og prósentur, rúmfræði og fyrsta stigs föll. Við lok áfanga ætti nemandi að hafa öðlast færni í að vinna með ofangreinda efnisþætti og kunna að beita vasareikni og tölvu við úrlausn þeirra.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • forgangsröð aðgerða
  • námundun talna
  • brotum, prósentu-, hlutfalla- og vaxtareikningi
  • notkun tákna sem staðgengla talna
  • flatarmáli og rúmmáli
  • einslögun mynda, stækkun og smækkun
  • eiginleikun beinnar línu í hnitakerfi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita forgangsröð aðgerða og nákvæmni í námundun talna
  • vinna með almenn brot, prósentu-, hlutfalla- og vaxtareikning
  • vinna með og leysa jöfnur
  • reikna flatarmál og rúmmál algengra hluta
  • beita og vinna með beina línu í hnitakerfi
  • nota reiknivélar og algeng tölvuforrit
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum um þær við aðra og útskýra hugmyndir og verk í mæltu máli og myndrænt
  • vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námefninu
  • beita skipulegum aðferðum við lausnir þrauta og útskýrt aðferðir sínar
  • meta hvort upplýsingar eru réttar og/eða áreiðanlegar
  Verkefnavinna og lokapróf