Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1433327340.14

  Erfðafræði
  LÍFF3EF05
  37
  líffræði
  erfðafræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum verður farið yfir helstu grunndvallaratriði í erfðafræði. Þau atriði sem verður farið í eru meðal annars saga erfðafræðinnar, litningar, gen, frumuskiptingar, kynfrumumyndun, erfðamynstur lífvera, kynákvörðun, próteinmyndun og breytingar á erfðaefni. Einnig eru teknar fyrir helstu grunnaðferðir sem beitt er í erfðarannsóknum, erfða- og líftækni. Kynntir eru helstu flokkar erfðasjúkdóma.
  LÍFF2LF05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • lykilhugtökum erfðafræðarinnar
  • lögmáli Mendels
  • ferli frumuskiptingar
  • byggingu litninga og DNA
  • afritun, umritun DNA og próteinmyndun
  • stökkbreytingum og áhrifum þeirra á lífverur
  • samhengi milli litninga, próteina og almennrar líkamsstarfsemi lífveru
  • samhengi milli umhverfis og tíðni gena
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa úr ættartré
  • búa til og lesa úr reitatöflum
  • miðla og ræða ólíka þætti erfðafræðarinnar, svo sem frumuerfðafræði, sameindaerfðafræði og stofnerfðafræði
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka rökstudda afstöðu til erfðafræðilegra dægurmála og siðfræðilegra álitamála erfðatækninnar
  • skilja arfgengi og ættarmynstur sjúkdóma
  • færa rök fyrir samspili erfða og þróunar
  • geta kynnt sér umfjöllun um erfðafræðileg málefni og tekið þátt í umræðum þar að lútandi
  • ræktunar á lífverum
  • greina á milli erfðabreyttra og venjulegra matvæla
  • tjá sig í riti á skipulegan og gagnrýninn hátt um líffræði
  Reglulegt mat, verkefnavinna og próf. Einnig verður lagt mat á virkni í tímum og vinnu utan kennslustunda.