Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433415749.57

    Bylgjufræði
    EÐLI3BL05(SB)
    43
    eðlisfræði
    Bylgjur og ljós
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    SB
    Efnisatriði: Kasthreyfing, tvívíður árekstur, einföld sveifluhreyfing, orka í sveiflu, teygjustökk, dempun, herma, pendúll, bylgjugerðir, bylgjujafnan, bylgjufall, útbreiðsla, samliðun, hnútur, bugur, regla Huygens, bylgjubrot, ljósraufar, hljóðstyrkur, skynstyrkur, hljóðafl, bylgja á streng, orgelpípa, Dopplerhrif, lögmál Snells, alspeglun, regnbogi, ljósleiðari, brennipunktur, jafna linsugerðarmannsins, linsujafnan, safnlinsa, dreifilinsa, geislarakning, raunmynd, sýndarmynd. Í áfanganum eru gerðar eðlisfræðitilraunir
    EÐLI3VS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samspili x- og y víddar í kasthreyfingu
    • samspili x- og y víddar í tvívíðum árekstri
    • tengslum útslags, hraða og hröðunar í sveiflu með deildun
    • dempun og hermun
    • tegundum bylgna
    • hnút og bugi
    • grunnatriðum bylgjuútbreiðslu og samliðunar og lögmáli Huygens
    • brotlögmálinu
    • samliðun ljóss í raufagleri
    • hljóðstyrk og skynstyrk
    • hegðun bylgju á streng, í opinni og lokaðri pípu
    • skilyrði alspeglunar
    • ferð geisla um safnlinsu og dreifilinsu
    • skilyrði raunmyndar og sýndarmyndar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • finna helstu stærðir hlutar í kasthreyfingu
    • finna hraða og stefnu tveggja hluta fyrir og eftir árekstur í tvívíðu rúmi
    • finna helstu stærðir hlutar í einfaldri sveifluhreyfingu m.a. með orkuvarðveislu
    • setja fram og lesa úr grafi bylgjufalls með fasa
    • teikna útbreiðslu bylgju með fyrirstöðum
    • finna hnútalínur og buglínur í samliðun
    • reikna útbreiðslustefnu bylgju sem brotnar
    • finna ljóshámörk raufaglers
    • reikna milli hljóðstyrks og skynstyrks
    • finna tíðni og bylgjulengd standandi bylgju
    • finna krítíska horn alspeglunar
    • teikna geislarakningu í linsu
    • tilgreina hvort mynd er raunmynd eða sýndarmynd
    • leiða út eðlisfræðilögmál með algebru, deildun, heildun og rökleiðslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • komast að tölulegum niðurstöðum um umhverfi sitt á grundvelli fyrirliggjandi gagna
    • framkvæma verklegar æfingar, vinna úr þeim og útskýra niðurstöður þeirra
    • að geta aflað gagna sjálfstætt um eðlisfræðilegt viðfangsefni á erlendu tungumáli og skilað skriflegri niðurstöðu
    • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
    Eftirfarandi aðferðir til námsmats koma til greina: Skriflegt eða munnlegt lokapróf, skrifleg eða munnleg hlutapróf á önninni, þátttaka og frammistaða í umræðuhópum með kennaramati, sjálfsmati og/eða jafningjamati, skiladæmi, nemendaritgerðir, vinnubrögð í tilraunum, skýrslur úr tilraunum, nemendafyrirlestrar með kennaramati, sjálfsmati og/eða jafningjamati, hópverkefni í tíma og utan tíma