Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1433417435.99

  Nútímaeðlisfræði
  EÐLI3NE05
  44
  eðlisfræði
  nútímaeðlisfræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  SB
  Framhaldsáfangi í eðlisfræði án verklegs innihalds. Efnisatriði: Takmarkaða afstæðiskenningin, afstæði tíma, lengdar og massa, tengsl massa og orku, hraðasamlagning, Lorentzjöfnur, svarthlutur, geislunarróf, röntgenlampi, Bohr-atómið, de Broglie bylgjulengd, óvissulögmálið, skammtatölur, Schrödingerjafnan, bindiorka, kjarnorka, helmingunartími, geislunarstuðull, geislastyrkur, tímalenging/tímasparnaður við ferðalag nærri ljóshraða og byggilegar fjarplánetur
  EÐLI3VS05 eða EÐLI3RS05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • afstæði tímans
  • tvíburaþversögninni og úrlausn hennar
  • samlagningu hraða
  • afstæði massa og orku
  • skömmtun efnis og orku
  • svarthlutarhugtakinu
  • stöðu rafeindar í vetnisatóminu
  • gleypnirófi og geislunarrófi
  • rauðvik og blávik vs. litróf
  • óvissulögmálinu og þýðingu þess fyrir atómið
  • uppbyggingu atómsins út frá skammtatölum
  • bindiorku og kjarnorku
  • hrörnun geislavirkra kjarna og helmingunartíma
  • helstu sjónarmiðum er varða langferðir í geimnum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leysa eðlisfræðidæmi
  • leiða út eðlisfræðilögmál með algebru, deildun og rökleiðslu
  • hugsa um viðfangsefni þar sem tíminn er afstæður
  • finna lit og geislastyrk
  • undirbúa og taka þátt í faglegri og agaðri umræðu um vísindaleg málefni
  • tjá sig um vísindaleg málefni fyrir framan áheyrendur
  • afla fanga um vísindaleg málefni á erlendu tungumáli í bókum og á netinu
  • reikna út virkni geislavirks sýnis sem fall af tíma
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
  • afla gagna sjálfstætt um eðlisfræðilegt viðfangsefni á erlendu tungumáli og skila skriflegri niðurstöðu
  • komast að tölulegum niðurstöðum um umhverfi sitt á grundvelli fyrirliggjandi gagna
  • rökræða með árangri um vísindaleg málefni
  Eftirfarandi aðferðir til námsmats koma til greina: Skriflegt eða munnlegt lokapróf, skrifleg eða munnleg hlutapróf á önninni, þátttaka og frammistaða í umræðuhópum með kennaramati, sjálfsmati og/eða jafningjamati, skiladæmi, nemendaritgerðir, nemendafyrirlestrar með kennaramati, sjálfsmati og/eða jafningjamati, hópverkefni í tíma og utan tíma