Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433424472.41

    Breskur húmor, tungumál og menning
    ENSK3DB05
    94
    enska
    Breskur húmor
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur öðlast þekkingu á ýmsu sem tengist breskum húmor, s.s., einkennum, bakgrunni, menningu og tilvísunum í sögu (sögulega atburði). Tungumál þeirra verka sem skoðuð eru er krufið til mergjar. Nemendur kynnast einnig mismunandi tegundum húmors, ákveðnum höfundum og verkum þeirra. Áhersla er lögð á sjálfstæða vinnu og verkefni og að nemendur leiti sér sjálfir fanga. Nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að þjálfa framsögn, samræður, samvinnu, hlustun, gagnrýna hugsun, málsskilning og ritfærni.
    ENSK3CC/CH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu einkennum bresks húmors
    • nýjum orðaforða sem tekin var fyrir í áfanganum
    • menningarumhverfi þess efnis sem skoðað er
    • gagnrýnu áhorfi, tengingu og tilvísunum þess efnis sem er til umfjöllunar
    • samspili menningar og tungumáls sem að kristallast í þeim verkum sem skoðuð eru
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hugsa á skapandi og gagnrýninn hátt
    • taka afstöðu til hugmynda og rökstyðja mál sitt
    • setja mál sitt fram skilmerkilega í ræðu og riti
    • vinna sjálfstæð verkefni að eigin vali
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt og skipuleggja verkefni
    • skoða verk og geta tjáð sig munnlega og skriflega um efni þeirra með viðeigandi orðaforða
    • taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu
    • nýta og beita nýjum orðaforða
    • skrifa bæði skapandi og formlegan texta og beita viðeigandi rithefðum
    • gera greinarmun á formlegri og óformlegri málnotkun í ræðu og riti
    Verkefni, smápróf, ritun, munnleg færni og ástundun.