Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433428247.94

    Afbrot og frávik
    FÉLA3AH05(SB)
    47
    félagsfræði
    Afbrotafræði og frávikshegðun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    SB
    Framhaldsáfangi þar sem lögð er áhersla á að beita rannsóknaraðferðum og kenningum með það að markmiði að auka þekkingu nemenda á afbrotafræði sem fræðigrein. Jafnframt verður leitast við að nemendur þekki samhengi menningar og afbrota. Mikilvægt er að nemendur geti greint hvaða þættir í umhverfi einstaklingsins geta haft áhrif og aukið líkurnar á að hann leiðist í afbrot. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita helstu hugtökum og kenningum afbrotafræðinnar
    FÉLA3KS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tengslum félagsmótunar og afbrota
    • afbrotafræði sem fræðigrein
    • samhengi menningar og afbrota
    • frávikum og afbrotum sem afstæðum fyrirbærum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja ferilmöppu
    • greina frá hvernig afbrot geta verið breytileg eftir tímabilum innan sama samfélags
    • greina frá hvernig afbrot eru afstæð eftir menningu samfélagsins
    • skilgreina ólík hugtök og nálganir afbrotafræðinnar
    • skýra hvernig hægt er að beita ólíkum kenningum í afbrotafræði
    • skýra hvernig beita á ólíkum aðferðafræðilegum sjónarhornum í afbrotafræði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilgreina og skýra helstu hugtök greinarinnar
    • beita gagnrýnni hugsun í fræðilegri umræðu sem og í almennri umræðu
    • skilja helstu aðferðir greinarinnar og nýta sér kenningar hennar í leik og starfi
    Hlutapróf, lokapróf, kynningar, heimaverkefni, ferilmappa, tímaverkefni, umræður, jafningjamat og sjálfsmat