Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433504098.84

    Listasaga frá nýklassík til nútímalistar
    LIST3CI05
    3
    listasaga
    Listasaga frá nýklassík til nútímalistar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Valáfangi í listasögu, þar sem fjallað er um listir og arkitektúr í vestrænni list sem spannar tímabilið frá síðari hluta 18. aldar til samtímans. Farið verður yfir nýklassík, rómantísku stefnuna, raunsæi og Pre-Raphaelíta, auk þess sem nemendur kynnast listum og arkitektúr 19. aldar með áherslu á impressionisma. Hinar fjölmörgu listastefnur 20. aldar verða skoðaðar þar á meðal expressionismi, kúbismi, abstrakt list, dadaismi, súrrealismi, navíismi, fúturismi, popplist og op-list. Nemendur munu kynnast og fjalla um fjölda áhugaverðra listamanna, kynnast verkum þeirra og skilja tengsl þeirra við samtíma sinn, auk þess að skilja sögulega þróun listarinnar á þessum tímabili.
    Sex einingar í sögu eða listasögu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi stílskeiðum tímabilsins í sögu listarinnar
    • tilgangi og mikilvægi listarinnar á mismunandi tímaskeiðum
    • helstu listamönnum og verkum þeirra á tímabilinu
    • hvernig listamenn höfnuðu akademískum reglum fyrri tíma í þágu nýs efniviðar, tækni og nýrra kenninga nútímalistar á 20. öld
    • þróun listar í tengslum við tíðaranda og samfélagsgerð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina sögulega þróun myndlistar og samhengi hennar
    • greina stíl mismunandi tímaskeiða
    • greina listfræðileg viðfangsefni byggð á þekkingu
    • skilgreina og túlka sjónrænt
    • taka þátt í umræðum um listaverk og nýta rök þeim til stuðnings
    • vinna að verkefnum með samnemendum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ná færni í myndlæsi og beita tungutaki listarinnar til að lýsa verkum
    • geta rætt af þekkingu um þróun myndlistar, höggmynda og arkitektúrs
    • taka frumkvæði í þekkingaröflun
    • gera samanburð, finna tengsl og draga ályktanir af listasögunni
    • taka þátt í málefnalegum umræðum og rökræðum um listfræðileg málefni
    Fyrirlestrar, tímaverkefni, nemendafyrirlestrar, heimildaþættir, heimsóknir á listasöfn, hópverkefni og lokapróf.