Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433508908.55

    Jarðsaga
    JARÐ2UÞ05
    38
    jarðfræði
    Uppruni og þróun jarðar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um uppruna og þróun jarðar með áherslu á Ísland. Farið er nánar í flekarek með áherslu á afmörkuð svæði og fjallað um einstök tímabil jarðsögunnar. Nemendur læra um aldursákvarðanir á jarðlögum og nútímaaðferðir sem beitt er við rannsóknir í jarðsögu. Gerð er grein fyrir þróun lífríkis og kenningum um fjöldaútdauða lífvera með hliðsjón af umhverfisþáttum eins og veðurfarsbreytingum. Haldið er áfram umfjöllun um myndun og mótun Íslands og þær breytingar sem hafa orðið á eldvirkni, lífríki og veðurfari til lengri tíma litið. Í áfanganum er áhersla lögð á verkefnavinnu nemenda í tengslum við náttúruskoðun og vettvangsferðir.
    STJÖ2AH05 (JAR2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • kenningum um uppruna og aldur jarðar.
    • jarðsögutöflunni og helstu einkennum hvers tímabils.
    • myndun jarðlaga með hliðsjón af helstu umhverfisþáttum.
    • uppruna og þróun lífríkis og kenningum um fjöldaútdauða lífvera.
    • veðurfarsbreytingum, orsökum þeirra og afleiðingum.
    • jarðmyndunum á Íslandi og aðstæðum við myndun þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera grein fyrir uppruna jarðar og þróun.
    • útskýra legu og lögun afmarkaðra svæða út frá kenningunni um flekarek.
    • segja frá tímabilum í jarðsögunni með hliðsjón af flekareki, lífríki og veðurfari.
    • fjalla um myndun N-Atlantshafsins og jarðsögu Íslands.
    • lesa sérhæfð jarðfræðikort og draga af þeim einfaldar ályktanir.
    • vinna einföld rannsóknaverkefni í jarðsögu Íslands.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra síbreytilegt yfirborð jarðar og þá þætti sem þar eru að verki sem metið er með athugunum, verkefnum, fyrirlestrum og skriflegu prófi.
    • segja frá tímabilum jarðsögunnar og þeim aðstæðum sem voru ríkjandi á hverju þeirra sem metið er með verkefnum, fyrirlestrum og skriflegu prófi.
    • lýsa myndun og þróun Íslands með hliðsjón af flekareki, eldvirkni. jarðlögum, veðurfari og lífríki sem metið er með athugunum, verkefnum, fyrirlestrum og skriflegu prófi.
    • útskýra myndun og þróun algengra náttúrufyrirbæra hér á landi eins og jarðlaga og steingervinga sem metið er með athugunum, verkefnum, fyrirlestrum og skriflegu prófi.
    Lögð er áhersla á verkefnavinnu, rökræður og kynningar á viðfangsefnum áfangans en einnig leiðsagnarmat, jafningjamat og próf.