Markmið áfangans er að kynna fjölbreytilega aðlögun lífs á jörðinni að mismunandi umhverfisskilyrðum. Allar lífverur hafa erfðaefnið DNA sem er tjáð í óteljandi tegundum með mismunandi byggingu og starfsemi. Gerð er grein fyrir því hvernig tegundir aðlagast skilyrðum á mismunandi hátt með ólíkri stjórnun á t.d. líkamshita, saltbúskap, vökvamagni, næringarnámi og loftskiptum. Farið er í vísbendingar sem sýna fram á þróun en flokka má þær í steingervinga, sameiginleg byggingareinkenni, fósturþroskun, leifar horfinna líffæra og samanburð á DNA erfðaefninu. Fjallað er um áhrif mannsins á náttúruna, eyðingu búsvæða fyrir margar tegundir og líffræðilega fábreytni.
LÍFF2HV05 (LÍF2A05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þróunarkenningunni.
stofnerfðafræði.
hæfni og aðlögun.
vísbendingum um þróun.
flokkunarfræði.
steingervingafræði.
líffræðilegum fjölbreytileika.
þróun mannsins.
áhrif manns á náttúru.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina samverkun milli lífvera og umhverfis.
ræða vísindaleg rök og vísbendingar um þróun tegundanna.
skilja forsendur fyrir því að nota ytri einkenni og erfðir sem grundvöll flokkunar.
rekja sögu lífs á jörðinni og ástæður fyrir útdauða tegunda.
útskýra meginþætti í þróun og útbreiðslu mannsins á jörðinni.
greina áhrifaþátt mannsins í að draga úr líffræðilegum fjölbreytileika.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja sögulegt og fræðilegt mikilvægi þróunarkenningarinnar sem metið er með umræðum um myndefni og með prófi.
beita grunnhugtökum í tengslum við samspil umhverfis og lífvera sem metið er með verkefnum og prófum.
skilja stofnvöxt og reikna út tíðni gena með dæmum sem metið er með verkefnum og prófum.
teikna helstu greinar í tré flokkunar tegunda á skriflegu prófi.
útskýra áhrif mannsins á eyðingu búsvæða og minnkandi líffræðilegan fjölbreytileika sem metið er með sjálfstæðum nemendaverkefnum.
Námsmatið byggir mikið á verkefnavinnu en einnig prófum. Boðið er upp á nokkrar vettvangsferðir til skilnings á samspili lífvera og umhverfis. Áhersla er á túlkun vísindalegra gagna um þróun, aðlögun tegunda. Mikill tími fer í umræður þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki og áhrif mannsins eru tekin til ítarlegrar skoðunar. Sum verkefni kynna nemendur fyrir samnemendum sínum.