Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433512841.46

    Frumur
    LÍFF3FU05
    48
    líffræði
    Frumur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að kynna frumur sem grunneiningar lífs. Kannaður verður breytileiki í byggingu og starfsemi frumna. Áhersla er á efnaskipti, vöxt, skiptingar, erfðir og samskipti frumna. Gerð er grein fyrir sérhæfingu frumulíffæra innan kjarnafrumu og í framhaldi í sérhæfingu vefja innan fjölfrumunga. Borin er saman kynlaus æxlun og kynæxlun, ásamt því að fjalla um tvær gerðir frumuskiptinga, mítósu og meiósu. Farið er í grunnþætti sameindaerfðafræði, uppbyggingu DNA, afritun, umritun og þýðingu. Sagt frá stjórnun á tjáningu gena hjá dreifkjörnungum og kjarnafrumum. Velt er upp hvernig boðefni og umhverfisþættir geta haft áhrif á frumustarfsemi og heilbrigði lífvera. Í áfanganum er lögð áhersla á að kynna framfarir í líftækni með verklegum æfingum.
    LÍFF2HV05 (LÍF2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lífrænum efnum.
    • sameiginlegum einkennum lífs.
    • frumulíffærum.
    • frumuskiptingum
    • byggingu DNA.
    • afritun, umritun og þýðingu.
    • tjáningu gena.
    • efnaskiptum.
    • boðskiptum.
    • vefjafræði.
    • líftækni.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa, ræða, greina, meta og rökstyðja með hugtökum og niðurstöðum úr frumulíffræði.
    • taka þátt í umræðum um starfsemi veira, baktería og kjarnafrumna.
    • leita á bókasöfnum og í gagnagrunnum að rannsóknargreinum.
    • túlka niðurstöður vísindalegra rannsókna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þróa dýpri skilning á því hvað líf er og hvernig það birtist í starfsemi frumna og er metið með frammistöðu í skriflegum prófum og nemendaverkefnum.
    • túlka vísindaleg gögn, hanna og framkvæma tilraunir og miðla vísindalegum niðurstöðum á skýran hátt sem metið er með verklegum æfingum og sjálfstæðri verkefnavinnu.
    • vinna sjálfstætt að heimildaleit á netinu sem metið er með vefleiðöngrum og heimildaritgerð.
    • geta heimilda og þekkja alvarleika falsana og ritstuldar í vísindalegum samskiptum sem metið er með umræðu og heimildaleit.
    • skilja mikilvæg tengsl þessa fræðasviðs við læknisfræðileg, siðferðileg og félagsleg álitamál sem metið er með umræðum og nemendaverkefni.
    Námsmatið byggir mikið á verkefnavinnu en einnig prófum. Nemendur æfa sig í uppsetningu og framkvæmd verklegra æfinga (t.d. frumurækt, einangrun DNA og vefjaskoðun). Túlka og meta vísindaleg gögn í umræðum og nemendaverkefnum. Mikill tími fer í umræður þar sem fjölbreytileiki og margvísleg tengsl eru tekin til skoðunar. Sum verkefni þurfa nemendur að kynna fyrir samnemendum sínum.