Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433784908.53

    Kenningar og rannsóknaraðferðir
    FÉLA2KR05
    56
    félagsfræði
    kenningar og rannsóknaraðferðir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er félagsfræðin kynnt sem fræðigrein, eðli hennar, saga og þróun félagsvísinda. Ítarlega er fjallað um þrjú kenningaleg sjónarhorn greinarinnar og haldið áfram að vinna með grunnhugtök. Rætt verður um þróun samfélaga, menningu, lagskiptingu, vinnumarkað, fjölmiðla, kynhlutverk og fordóma í félagsfræðilegu ljósi. Nemendur kynnast rannsóknaraðferðum félagsfræði, bæði með því að lesa um þær og spreyta sig á þeim.
    Inngangur að félagsvísindum
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu kenningum félagsfræðinnar
    • hugtökunum menning og samfélag, þróun og helstu gerðum samfélaga
    • hvernig menningin mótar samskipti í ólíkum samfélögum
    • ólíkum viðhorfum til vinnu og vinnumarkaðar
    • hvernig lagskipting, kynhlutverk og fjömiðlar móta hegðun fólks
    • algengum fordómum gagnvart hópum fólks og birtingu þeirra í samfélaginu
    • helstu rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér traustra upplýsinga um félagsfræðileg efni
    • beita að minnsta kosti einni viðurkenndri rannsóknaraðferð félagsfræðinnar – á einfaldan hátt
    • beita helstu grundvallarhugtökum félagsfræðinnar í umfjöllun um félagsfræðileg málefni á skilmerkilegan hátt
    • greina áhrif fjölmiðla, kynhlutverka og fordóma á eigin hegðun og annarra
    • fjalla um félagsfræðileg efni bæði munnlega og skriflega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja félagsfræðina við daglegt líf og sjá notagildi hennar
    • meta og hagnýta sér upplýsingar um þau málefni sem greinin fjallar um
    • meta gagnsemi mismundandi rannsóknaraðferða við ólíkar aðstæður
    • leggja mat á eigin fordóma gagnvart öðrum hópum og greina ástæður þeirra
    • gera úttekt á tilteknu félagslegu fyrirbæri með viðurkenndri rannsóknaraðferð og setja fram niðurstöður munnlega, skriflega og/eða með sjónrænum hætti
    • taka þátt í rökræðum um félagsfræðileg málefni
    • tileinka sér víðsýni, jafnréttissjónarmið og umburðarlyndi
    Í áfanganum er leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.