Í þessum áfanga eru viðfangsefnin fornöldin og arfur hennar í dag: yfirlit yfir fyrstu samfélög manna, trúarbrögð þeirra og menningu, grísk menning, stjórnarhættir, goðaheimur, heimspeki listir og leiki og Rómaveldi, stjórnarhættir, goðaheimur, lýðveldistíminn og keisaratíminn.
Menningarheimur Miðalda: upphaf kristinnar Evrópu, Íslam og múslimar, Ísland á miðöldum og síðmiðaldir: Kreppa og plága
Ný Heimsmynd: siðaskiptin í Evrópu og á Íslandi, endurreisnin, landafundir og vísindabylting og Upplýsingin.
Lögð er áhersla á að kynna nemendur fyrir sögu sem námsgrein og fræðigrein. Markvisst er unnið að því að kynna fyrir nemendum mismunandi tegundir heimilda og þjálfa þá í að leggja gagnrýnið mat á þær. Lögð er áhersla á að sýna fram á hvernig sagan birtist nemendum í nútímanum og að nemendur vinni verkefni og geti miðlað þekkingu sinni á fjölbreyttan og skapandi hátt.
Inngangur að félagsvísindum
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi skeiðum mannkynssögunnar
ýmsum sviðum og hluttakendum sögunnar, menningu og hugarfari, hversdagslífi og stjórmálum, einstaklingi og samfélagi, tækni og vísindum
mikilvægi gagnrýninnar hugsunar
undirstöðum sagnfræðinnar og mikilvægi heimildanotkunar
mismunandi tegundum heimilda.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afmarka söguleg málefni, greint meginþætti og álitamál, leitað eftir mismunandi sjónarhornum, lýst málinu og gefið álit sitt
leita samhengis og tengsla milli tímabila, svæða og sviða
nýta sér mismunandi birtingarform sögunnar; kennslubækur, handbækur, fræðirit, myndefni og internetið
meta gildi og áreiðanleika heimilda
beita gagnrýninni hugsun.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sjá sögu Íslands í samhengi við sögu Norðurlanda, Evrópu og heimsins
gera sér grein fyrir gildi og afstæði sögulegrar frásagnar og skýringa
fá lifandi áhuga á fjölþættri sögu
bera saman ólík miðlunarform sögulegs fróðleiks
miðla sögulegum fróðleik á skapandi og frumlegan hátt.
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.