Í áfanganum lærir nemandinn um meðferð teikniáhalda, mælitækja, mælikvarða og frágang og áritun teikninga. Rætt um teiknireglur og tegundir lína. Nemandinn vinnur flatarmálsteikningar og beitir bogaskurði við gerð horna, boga, lína o.fl. Þá teiknar hann fallmyndir og rúmmyndir og vinnur útflatningar. Nemandinn æfir teikningalestur og þjálfar rúmskynjun með notkun módela. Nemandinn fær leiðsögn við að teikna einfaldar fall- og útflatningsmyndir í tölvu og hlýtur grunnþjálfun í gerð fríhendismynda.
GRUN1FF04
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi teikniaðferðum, s.s. útflatnings- og fríhendisteikningu ásamt fallmyndun
frumformum og sneiðskorningum m.t.t. greiningar og myndunar raunstærða á línum og flötum
gildi frumforma fyrir teikningu og mótun viðfangsefna
upplýsingamiðlun með tæknilegum teikningum
meðferð og notkun teikni- og mæliáhalda
tvívíðum og þrívíðum vinnuteikningum
lestri fallmynda
uppsetningu teikninga á vinnublað, áritun og frágangi þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna útflatninga af einföldum rúmmyndum
lesa útflatnings- og hornréttar fallmyndir ásamt sneiðmyndum af einföldum hlutum
teikna fríhendis vinnuteikningar með fallmyndun
teikna einfaldar tvívíðar fríhendisteikningar
teikna einfaldar útflatnings- og fallmyndir í tölvu
teikna flatarfræðileg form og tvívíðar vinnufyrirmyndir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipuleggja vinnublað, árita og ganga frá tæknilegum teikningum
miðla upplýsingum á skilvirkan hátt
málsetja vinnuteikningar eftir viðeigandi reglum, venjum og stöðlum í mismunandi mælikvörðum
efla formskyn sitt
vinna myndrænt með viðfangsefni starfsgreina s.s. hönnunar- og iðngreinar
nýta sér teiknikunnáttu í starfi
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.