Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433849475.91

    Bókmenntir að fornu og nýju
    ÍSLE3KB05
    118
    íslenska
    bókmenntasaga, heimildavinna, kynningar, valdir bókmenntatextar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Grunnþættir: Læsi, sköpun, lýðræði og mannréttindi. Í þessum áfanga er meginviðfangsefnið bókmenntir og þróun þeirra. Nemendur kynnast völdum verkum og hugarheimi fyrri tíma með tengingu við nútímann. Nemendur lesa fornan og nýjan kveðskap, Íslendingasögur, nútímaskáldsögur, dagblaða - og tímaritsgreinar og horfa á sjónvarpsefni sér til gagns. Lögð er áhersla á heilræði og siðferðisboðskap. Nemendur fá þjálfun í ýmiss konar ritun m.a. ritgerðarsmíð, dagbókarskrifum, þýðingum, ljóða - og smásagnagerð. Nemendur fá tækifæri til að tjá sig um viðfangsefni áfangans, bæði í ræðu og riti. Nemendur æfast í tjáningu með því að flytja eigin texta og annarra, endursegja efni og halda kynningar. Einnig þjálfast nemendur í fjölbreyttri málnotkun. Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.
    ÍSLE2AL05 - ÍSLE2GO05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ritgerðasmíð, heimildavinnu og reglum um frágang texta
    • helstu einkennum íslensks máls sem nýtast í ræðu og riti
    • orðaforða í bókmenntum að fornu og nýju
    • mismunandi tegundum bókmennta, nytjatexta og málsniði, stefnum í íslenskum bókmenntum og helstu bókmenntahugtökum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa heimildaritgerð
    • ganga frá ritsmíðum skv. viðteknum venjum
    • nýta sér texta á gagnrýninn hátt
    • nota viðeigandi hjálpargögn við frágang ritsmíða
    • flytja af öryggi vel byggða ræðu eða kynningu
    • lesa forna og nýja texta sér til gagns og gamans
    • beita skýru og blæbrigðaríku og viðeigandi máli í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa skýran, vel uppbyggðan texta og geta valið sér ritstíl við hæfi
    • beita málinu á viðeigandi hátt í ræðu og riti við mismunandi aðstæður
    • geta komið skoðun sinni á framfæri í góðum texta á skilmerkilegan hátt
    • draga saman aðalatriði og beita gagnrýninni hugsun við lestur og úrvinnslu texta og átta sig á samfélagslegum skírskotunum
    • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan
    • öðlast innsýn í samspil bókmennta og samtima