Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1433852642.87

  Tölfræði og prósentur
  STÆR1PT05(SB)
  66
  stærðfræði
  Talnareikningur, hlutföll, prósentur, veldi og tölfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  SB
  Áfanginn sem er þrískiptur og er lokaeinkunn gefin eftir hverja lotu. Í fyrsta hluta, talnareikningi, er unnið með talnaskilning og undirstöðuatriði í almennum reikningi. Í öðrum hluta,prósentureikningi og hlutföll, er unnið með hugtakið prósenta og einfaldur prósentureikningur æfður. Í þriðja hluta, tölfræði, er unnið með talnasöfn, töflur og myndrit
  Áfanginn ætlaður nemendum sem koma með einkunnina 5 eða lægri í stærðfræði upp úr grunnskóla
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu heilla talna
  • talnakerfinu
  • notkun sviga og röð aðgerða
  • notkun velda
  • frumþáttun náttúrlegra talna
  • að prósenta er hluti af hundraði
  • einföldum prósentureikningi
  • hugtökunum þýði og úrtak
  • tíðnitöflu og myndritum
  • meðaltali, miðgildi og tíðasta gildi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með tölur og námunda þannig að auðvelt sé að reikna í huganum
  • reikna dæmi með svigum og nota reglu um röð aðgerða
  • nota veldi í útreikningi
  • frumþátta tölur
  • finna hluta, heild og prósentu
  • hækka og lækka tölu um ákveðna prósentu
  • vinna með talnasafn og búa til tíðnitöflu
  • setja upp súlurit, stöplarit og línurit
  • finna meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi talnasafns
  • lesa upplýsingar út úr myndritum og töflum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu í áframhaldandi námi
  • takast á við stærðfræðileg verkefni í daglegu lífi með opnum og jákvæðum huga
  Námsmat er fjölbreytt og byggist m.a. heimaverkefnum, hópverkefnum, smærri verkefnum, prófum og virkni í tímum