Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433855663.68

    Læsi og ritun
    ÍSLE1AL05
    71
    íslenska
    Almenn málnotkun og læsi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Grunnþættir: Læsi og sköpun Í þessum áfanga er lögð áhersla á læsi, ritun, tjáningu, sköpun og málnotkun. Lestur mismunandi texta s.s. blaðagreina, ljóða, skáld- og smásagna og fjölbreytta úrvinnslu. Hvetja nemendur til lesturs, efla sjálfstraust þeirra og jákvæða upplifun af faginu. Nemendur þjálfist í samvinnu og samræðulist, skiptist á skoðunum, rökræði og tjái sig jafnt munnlega sem skriflega. Lögð er áhersla á lesefni sem vekur áhuga og annað efni svo sem kvikmyndir og þætti, auk teiknimynda og myndasagna. Nemendur þjálfist í ritun texta af ýmsu tagi og æfi sig í notkun hjálpargagna við ritun. Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu reglum sem nýtast í tal- og ritmáli
    • orðaforða umfram það sem tíðkast í talmáli
    • mismunandi lestraraðferðum
    • nokkrum tegundum bókmennta og nytjatexta og helstu hugtökum sem nýtast við umfjöllun um bókmenntir og aðrar listgreinar
    • ýmiss konar hjálpargögnum og gagnlegum vefsíðum um mál og málnotkun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa fjölbreyttan texta í samfelldu máli með skýrri framsetningu
    • nota viðeigandi hjálpargögn við frágang ritsmíða
    • nota blæbrigðaríkt og viðeigandi mál í ræðu og riti
    • draga saman aðalatriði úr ýmsu efni og leita sér upplýsinga og nýta sér þær til gagns
    • taka saman og flytja stuttar endursagnir, lýsingar og kynningar á afmörkuðu efni
    • lesa sér til gagns og gamans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • semja stutta texta með viðeigandi málfari
    • forðast einhæfni og endurtekningar í málnotkun sinn
    • halda uppi samræðum og rökstyðja eigin skoðanir á málefnalegan hátt
    • túlka og tjá sig um mismunandi efni
    • auka og styrkja eigin orðaforða og málhæfni t.d. með því að nýta sér hjálpargögn
    • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið
    Símat