Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433858658.33

    Stærðfræði
    STÆR3ÞR05
    95
    stærðfræði
    þrívíð rúmfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Meginefni áfangans er þrívíð rúmfræði, með og án hnitakerfis, keilusnið og kúluhornafræði.
    STÆR3FA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum og viðfangsefnum í tvívíðu og þrívíðu hnitakerfi
    • margflötungum
    • hornum og lengdum í þrívíðu rúmi
    • vigurreikningi í þrívíðu rúmi
    • keilusniðum
    • hornafræði á yfirborði kúlu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með helstu hugtök og viðfangsefni í tvívíðu og þrívíðu hnitakerfi
    • finna allar stærðir horna og lengda í reglulegum margflötungum
    • reikna stærðir horna og lengdir strika í þrívíðu rúmi
    • reikna með vigurreikningi í þrívíðu rúmi
    • vinna með keilusnið og jöfnur hrings, sporbaugs og breiðboga
    • finna horn og lengdir á yfirborði kúlu
    • beita hjálpartækjum og forritum við lausn verkefna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • takast af öryggi á við stærðfræðileg verkefni
    • geta skráð lausnir sínar skýrt og skilmerkilega
    • geta unnið með merkingu og tengsl hugtaka í rúmfræðinni
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • velja þær aðferðir sem við eiga hverju sinni til að leysa verkefni og beita þeim rétt
    • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum
    • fylgja röksemdafærslum og skilja þær
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.