Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433872250.87

    Þjóðhagfræði
    ÞJÓÐ3ÞF05
    2
    þjóðhagfræði
    Þjóðhagfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanganum er ætlað að auka skilning nemandans á starfsemi þjóðarbúsins og þeim öflum sem áhrif hafa á efnahagsþróun. Fjallað er um markmið hagstjórnar og helstu hagstjórnartæki. Starfsemi og hlutverk Seðlabankans skoðað. Kynntar eru meginstefnur og straumar sem tengjast hagfræði þjóðarbúsins. Hugmyndir og kenningar um milliríkjaviðskipti eru skoðaðar og fjallað er um alþjóðlega samvinnu og alþjóðavæðingu í efnahagsmálum. Alþjóðlegar stofnanir og samtök, sem eru virk á efnahagssviði, eru kynnt og sérstaklega skoðað hvaða áhrif þau hafa á íslenskt atvinnulíf. Mikilvægi sjálfbærar þróunar í hagkerfum verður skoðuð og helstu hættur sem fylgja veldisvexti í hagkerfum greindar. Skoðaðar eru kenningar um ytri áhrif og markaðsbresti með áherslu á umhverfisvandamál sem skapast af framleiðslu og neyslu í iðnvæddum samfélögum. Vandi þriðja heims ríkja og samskipti þeirra við iðnvædd velferðarþjóðfélög skoðaður. Kostir og gallar hnattvæðingar metnir, sérstaklega með tilliti til þriðja heims ríkja.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • Greina hringrás efnahagslífsins og átta sig á samhengi hagstæðra • Skilja hvaða þættir ákvarða peningaeftirspurn og peningaframboð • Skilja hvaða áhrif beiting peningamála stjórntækja hefur á vaxtastig • Bera kennsl á raungengi og mikilvægi þess fyrir þjóðarbúskapinn • Greina vandamál sem fylgja hagstjórn í opnu hagkerfi • Bera kennsl á meginkenningar um ákvörðun þjóðartekna og áhrifamátt hagstjórnar • Skilja starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins(IMF) og Alþjóðabankans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • Tjá sig um fjármálastjórnun og geta reiknað út áhrif beiting hennar hefyur í einföldu haglíkani • Greina ýmis form alþjóðlegs samstarfs í efnahagsmálum og þekki til gengiskerfa og samninga um fríverslun • Greina mikilvægi alþjóðlegra gjaldeyrisviðskipta fyrir efnahagsþróun í heiminum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • Draga ályktanir og útskýra vandamál sem tengjast hallarekstri hins opinbera • Túlka ytra jafnvægi í hagkerfinu og vera fær um að útskýra hvernig mismunandi hagstjórnaraðgerðir geta fært hagkerfið nær innra og ytra jafnvægi • Gagnrýna áhrif innflutningstolla á hagkerfið og lýst kostum og göllum slíkra aðgerða • Rökstyðja gildi fjölþjóðlegrar samvinnu og samtaka eins og : Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA), Evrópusambandið (ESB), Evrópska efnahagssvæðið ( EES), og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og skoða þýðingu þeirra fyrir íslenskt efnahagslíf. • Gagnrýna stækkun ESB og hvað það þýðir að Ísland gerist aðili eða ekki að ESB • Greina meginmynstur heimsviðskipta og vægi fjölþjóðafyrirtækja í hagkerfi heimsins • Greina orsakir vanþróunar og megineinkenni hagkerfa þriðja heimsins