Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433872643.42

    Markaðsrannsóknir
    MARR2MR05
    1
    Markaðsrannsóknir
    Markaðsrannsóknir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að kynna fyrir nemendum helstu rannsóknaraðferðir sem notaðar eru í markaðsstarfi fyrirtækja. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar aðferðir og val aðferðar miðað við aðstæður, kosti þeirra og galla. Einnig verður fjallað um fyrirliggjandi gögn og frumgögn. Rannsóknarferlinu er lýst og fjallað um úrvinnslu, greiningu og kynningu gagna. Kynntir verða helstu þættir í lýsandi tölfræði og myndrænni framsetningu gagna. Farið verður í grunnatriði í ályktunartölfræði. Í áfanganum læra nemendur að nota tölfræðiforritið SPSS eða PSPP.
    MARK1MA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • hagnýtingu markaðsrannsókna í markaðsstarfi fyrirtækja • helstu rannsóknaraðferðum sem notaðar eru í markaðsfræði • þeim mun sem er á eigindlegum og megindlegum aðferðum • frumgögnum og fyrirliggjandi gögnum • ferli markaðsrannsóknar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • undirbúa eigindlega eða megindlega rannsókn • nota forrit til skráningar og úrvinnslu á tölulegum gögnum • Setja niðurstöður upp á myndrænan hátt • Gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • skipuleggja og framkvæma eigindlega eða megindlega rannsókn • nota tölfræðilegar aðferðir við úrvinnslu gagna • draga ályktanir út frá niðurstöðum rannsóknar