Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1433936088.97

  Þróunarlönd
  ÞRÓU2FÞ05
  1
  þróunarfræði
  fátækt, þróunarlönd
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum verður fjallað um framandi menningarheima og svokölluð þróunarlönd. Nemendur kynnast hugtökum, kenningum og mikilvægi þróunarsamvinnu til bættara samfélags í anda mannréttinda og velferðar. Nemendur kynnast ólíkum samfélagsgerðum og helstu vandamálum þróunarlanda. Skoðaðar verða orsakir félagslegrar lagskiptingar og misskiptingar auðs og lífsgæða í heiminum. Nemendur kynnast afleiðingum fátæktar í heiminum og mikilvægi sjálfbærni í því samhengi. Nemendur átti sig á mikilvægi þess að vera meðvitaðaðir um samábyrg gildi og viðhorf til að stuðla að jafnræði í heiminum. Markmiðið er að nemendur átti sig á þriðja heiminum og mikilvægi þess að allir jarðarbúar geti framfleytt sér ásamt því að auðlindir jarðarinnar eru sameign íbúa hennar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • að lýsa helstu hugtökum sem notuð eru til að greina fátækt
  • að greina einkenni félagslegrar lagskiptingar
  • að lýsa helstu heitum sem notuð eru til að aðgreina ríkar þjóðir frá snauðum
  • að skýra hugtakið þróun og fátækt
  • orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt sína þekkingu á þróunarlöndum
  • sérþekkingu sem snýr að fátækum þjóðum og þau mannréttindabrot sem þau glíma við
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fjalla um ólíkar samfélagsgerðir í ræðu og riti
  • beita kenningum í takt við þá hugmyndafræði sem kynnt er
  • tjá sig um menningareinkenni sem tengja má við þá lífssýn að maðurinn er hluti af náttúrunni
  • leita sér upplýsinga um mismunandi lönd og stöðu þeirra í alheimssamfélaginu
  • geta greint frá mismunandi skilyrðum sem einkenna samfélög og fengið þjálfun til ábyrgrar heimildaöflunar
  • sýna sjálfstæði er kemur að því að tjá sig um ólíkar heimsálfur
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • rökstyðja hvernig nútímavæðing hefur haft áhrif á þróunarferli samfélaga ...sem er metið með... verkefnavinnu, umræðum og könnunarprófi.
  • bera saman kenningar, hugtök og hugmyndafræði sem hann hefur lært til að mynda sér sértæka skoðun í takt við sína siðferðisvitund ...sem er metið með... umræðum, könnunarprófi og verkefnavinnu.
  • draga ályktanir um framandi menningarheima með því að meta gildi mismunandi heimilda ...sem er metið með... heimildavinnu og fyrirlestrum.
  • átta sig á mikilvægi þess að jörðin sem og náttúruauðlindir hennar er sameign allra íbúa ...sem er metið með... verkefnavinnu og kynningum.
  • bera virðingu fyrir öllum íbúum jarðarinnar ...sem er metið með... ígrundun um grunngildi samfélagsins og metið með verkefnavinnu og rökræðum
  Fjölbreytt námsmat í formi munnlegra og skriflegra verkefna. Bæði er um hóp- og einstaklingsverkefni að ræða. Nemendur taka auk þess nokkur próf yfir önnina.