Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1433946692.03

  Tölvubókhald
  TÖBÓ2TB05
  1
  Tölvubókhald
  Tölvubókhald
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur dýpka skilning sinn á bóhaldshringrás og þjálfast í að hefja bókhald og loka því samkvæmt reglum tvíhliða bókhalds. Bókhald fært í tölvukerfi eftir fylgiskjölum með bókhaldslyklum. Farið er yfir kröfur sem gerðar eru til tölvubókhaldskerfa og varðveislu gagna og fylgiskjala sem notuð eru við slíkt bókhald. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á hvernig fjárhagsbókhald sækir upplýsingar í birgðabókhald, viðskiptamannabókhald, sölubókhald og launabókhald. Fjallað um uppgjör virðisaukaskatts og uppgjörsfærslur, launaseðla, afstemmingar og leiðréttingafærslur. Kynntir eru möguleikar á ýtarlegri skýrslugerð ásamt túlkun og greiningu upplýsinga. Nemendum er kynnt mikilvægi upplýsingakerfa fyrir nútímastjórnendur þar sem nákvæmar upplýsingar í rauntíma nýtast og eru grunnforsenda við skilvirka ákvarðanatöku
  BÓKF1BK05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • Þekki flokkun merkingu og varðveislu fylgiskjala • Geti sett upp og skipulagt bókhaldslykla • Skilja tengsl fjárhagsbókhalds við önnur kerfi • Skilja mikilvægi afstemmingar við uppgjör
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • Geti skráð, bókað og bakfært fylgiskjöl í mismunandi kerfum • Geti stofnað og eytt t.d. vörunúmerum, birgjum og viðskiptamönnum • Geti útbúið skilaskýrslur (t.d. virðisaukaskýrslur) • Geti gert upp tiltekin reikningstímabil
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • Geti nýtt upplýsingakerfi til markvissrar upplýsingaöflunar og skýrslugerðar • Geti túlkað upplýsingar • Dregið ályktanir um stöðu reksturs út frá skýrslum úr bókhaldskerfum • Greinir upplýsingar úr bókhaldskerfum (stöðu viðskiptamanna) • Draga saman upplýsingar til uppgjörs hjá endurskoðenda