grunnáfangi í eðlis og efnafræði fyrir opna stúdentsbraut og félagsfræðabraut
Samþykkt af skóla
1
5
Áfanginn er um nokkur grunnatriði í efna- og eðlisfræði. Áhersla er á verklegar æfingar til að kynna vinnubrögð, meðferð mæliniðurstaðna og SI einingakerfið. Í efnafræðihluta er fjallað um kenningar um myndun sólkerfisins og hvernig öreindir og frumefni urðu til. Um leið kynnt saga atómhugtaksins og saga hugmynda um úr hverju efnið sé gert og lotukerfis. Jónir og samsætur skýrðar, efnahvörf, efnajöfnur og mólhugtakið. IUPAC nafngiftir efnsambanda.
Eðlisfræðihlutinn fjallar um hreyfi- og aflfræði. Helstu stærðir útskýrðar og kynnt notkun á einföldum jöfnum. Fjallað er um orkuhugtakið og mismundandi myndir orku. Þá er farið yfir orkuöflun með áherslu á íslenskar leiðir og framtíðarmöguleika til dæmis notkun rafmagns og vetnis tilað knýja farartæki. Umhverfismál tengd þessu rædd.
Einkunn 5 í náttúrufræði á grunnskólaprófi eða STÆR1RJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu hugmynda um atóm og frumefni
ríkjandi hugmyndum um uppbyggingu efnisins sem heimurinn er gerður úr
hefðsbundinnni hreyfi- og aflfræði
orkunotkun og afleiðingu hennar fyrir umhverfið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lýsa uppbyggingu atóma
finna upplýsingar um nöfn og sætistölur frumefnanna í lotukerfi
nefna einföld efnasambönd
stilla einfaldar efnajöfnur
nota einfaldar jöfnur í aflfræði
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
átta sig betur á hinu dauða umhverfi sínu. Úr hvaða efnum það er gert, hvaða kraftar eru að verki þar og hverjar afleiðingar ýmsar gerðir þeirra geta haft
átta sig á umfjöllun um náttúrufræðitengd efni í samfélaginu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá