Í áfanganum verður farið yfir helstu grunndvallaratriði í líffæra- og lífeðlisfræði. Þau atriði eru meðal annars jafnvægishneigð, svæðaskipting, áttir, líkamshol, bygging frumunnar, frumulíffærin, flutningur efna yfir himnur, frumuskiptingar, vefir og vefjaflokkar.
Einnig verður farið yfir eftirfarandi líkamskerfi:
Þekjukerfið (lagskipting húðar og líffæri húðar).
Beinakerfið (beinmyndun, flokkum beina og beingrindin).
Vöðvakerfið (hlutverk, bygging, vöðvasamdráttur, helstu vöðvar og hlutverk þeirra).
Taugakerfið (taugafruma, taugaboð, taugaboðefni, taugaflækjur ogsympatíska- ogparasympatískataugakerfið, miðtauga- og úttaugakerfið).
Skynfærakerfið (skynfærin og hlutverk þeirra).
Innkirtlakerfið (kirtlarnir, vakar þeirra og hlutverk).
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnbyggingu og -starfsemi mannslíkamans
starfsemi frumna og vefjagerðar
helstu líffærum og líffærakerfum og samspili þeirra í viðhaldi á samvægi í líkamanum
byggingu og starfsemi þekju-, beina-, vöðva-, tauga-, skynfæra- og innkirtlakerfis
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
útskýra byggingu og hlutverk þekju-, beina-, vöðva-, tauga-, skynfæra- og innkirtlakerfis
nota latnesku fræðiheitin
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
átta sig á tengslum tveggja eða fleiri líffærakerfa
geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefnin á uppbyggilegan máta
Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.