Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Algebra, föll og gröf
algebra, föll, gröf
Áfanginn er ætlaður nemendum á raungreina- og viðskiptabraut.
Helstu efnisþættir eru algebra, föll, margliður og fjármálalæsi.
Stærðfræði af 1. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- undirstöðureglum algebrunnar
- fallhugtakinu og formengi og varpmengi falls
- jöfnum og ójöfnum af fyrsta og öðru stigi.
- margliðum og margliðudeilingu
- ráðstöfunartekjum og kostnaði við lífsstíl
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna með stæður og leysa jöfnur og ójöfnur
- margliðudeila og þátta
- vinna með föll og gröf
- greina valkosti í fjármálum
- nota vasareikni og stærðfræðiforrit við lausn verkefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrá lausnir sínar skipulega og skiptast á skoðunum við aðra
- átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfæðilegra hugmynda og viðfangsefna
- skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau
- gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna
- átta sig á fjárhagslegum afleiðingum ákvarðanna sinna
- beita gagnrýnni og skapandi hugsun við lausnir verkefna
- meta hvort upplýsingar eru réttar og áreiðanlegar
Verkefnavinna og próf