Áfanginn LÍFS1BB01 er kjarnaáfangi sem ætlast er til að nemendur taki á lokaönn. Umfjöllunarefni taka mið af hinu almenna hlutverki framhaldsskóla að búa nemendur undir virka þátttöku í íslensku samfélagi. Verkefni áfangans eiga að gefa nemandanum færi á að fjalla um samspil einstaklings, samfélags og menningar. Viðfangsefnin geta verið margvísleg og tengst trúarbrögðum, listum, stjórnmálum, stöðu kvenna og karla, neytendamálum, persónuvernd, sögu, tómstundum, heimspeki, vísindum og verkmenningu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
háskólakerfinu og þeim námsleiðum sem standa útskrifuðum nemendum til boða.
hvernig fella megi náms- og starfsval að styrkleikum nemenda.
íslensku samfélagi og þeim réttindum og skyldum sem felast í því að tilheyra samfélaginu.
eigin stöðu og þeim möguleikum sem viðkomandi hefur á námi og starfi í framtíðinni.
hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að geta útskrifast úr skólanum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skoða námsframboð og námsleiðir og tengja áhugasvið við náms- og starfsval.
skoða og meta eigin stöðu og nám.
meta þær námsleiðir sem standa til boða og meta hverjar falla að eigin áhugasviði og menntun.
ræða og miðla þeirri þekkingu sem hann hefur á framhaldsnámi.
greina og meta aðstæður er tengjast fjölmenningu, jafnrétti, lýðræði og staðalmyndum.
skipuleggja, taka réttar ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin fjármálum og neyslumynstri.
leita sér upplýsinga um lagaleg réttindi og kæruleiðir borgaranna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina og meta sjálfan sig og nám sitt á raunhæfan hátt og setja sér markmið með tilliti til áhugasvið, styrkleika og veikleika.
afla sér þeirra upplýsinga og gagna sem nauðsynlegar eru til að ná settum markmiðum.
geta sótt um og stundað framhaldsnám með ábyrgum hætti.
taka upplýsta afstöðu til almennrar umfjöllunar um samfélagsmál.
leitað réttar síns í ágreiningsmálum við einstaklinga og stofnanir.