Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1434103872.59

  1. áfangi á framhaldsskólabraut
  STÆR1GR05
  68
  stærðfræði
  grunnáfangi í stærðfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Aðalmarkið áfangans er að vekja áhuga nemandans á stærðfræði og hagnýtingu hennar. Í áfanganum er lögð megináhersla á grunnatriði í stærðfræði. Fengist verður við að skoða og vinna með tölur úr daglegu lífi, fréttum og fjölmiðlum. Áhersla verður lögð á að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð.
  Engar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Undirstöðu reikniaðgerða.
  • Forgangsröð reikniaðgerða.
  • Reikniaðgerðum með almennum brotum.
  • Grunnatriðum í prósentureikningi.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Beita undirstöðu reikniaðgerðum.
  • Beita forgangsröðun reikniaðgerða.
  • Tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Geta skilið, notað og beitt reikniaðgerðum í daglegu lífi svo sem að skilja fréttaumfjöllun þar sem tölur koma við sögu.
  • Geta skilið, notað og beitt reikniaðgerðum í daglegu lífi svo sem að geta reiknað verð með afslætti á vörum á útsölu.
  • Geta skilið, notað og beitt reikniaðgerðum í daglegu lífi svo sem að geta reiknað verð fyrir afslátt á útsölu.
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.