Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434105858.02

    Föll og gröf
    STÆR2HV05
    122
    stærðfræði
    hornaföll, vigrar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Efni áfangans er að kunna skil á mismunandi gerðum falla, s.s. margliðum,algildisföllum, hornaföllum, logrum, vísisföllum, samskeyttum og samsettum föllum.
    STÆR2DF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi eiginleikum ólíkra falla.
    • eiginleikum margliða.
    • eiginleikum algildisfalla.
    • eiginleikum hornafalla, undirstöðureglum hornafræðinnar og reglum tengdum þeim.
    • einingahringnum og tengslum hans við hornaföll.
    • logrum og vísisföllum og reglum þeim tengdum.
    • eiginleikum samsettra og samskeyttra falla.
    • andhverfu falla.
    • samfelldni, eintækni, átækni og gagntækni falla.
    • oddstæðum og jafnstæðum föllum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota mismunandi gerðir falla til að leysa verkefni, til dæmis nota vísisföll í vaxtareikningi.
    • búa til gildistöflu og teikna graf mismunandi falla.
    • leysa jöfnur með mismunandi föllum.
    • nota tölvuforrit við lausn verkefna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • skilja röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur, ójöfnur, föll eða gröf
    • skiptast á skoðunum við aðra um stærðfræðileg viðfangsefni.
    • útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega
    Í áfanganum eru próf og verkefnavinna.