Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434108744.33

    Véltrésmíði
    TRÉS1AB01(AV)
    2
    trésmíði
    afrétting, bútun, sögun, þykktarheflun
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    AV
    Í áfanganum lærir nemandinn grunnatriði í véltrésmíði. Fjallað er um algengustu trésmíðavélar sem notaðar eru í tré- og byggingaiðnaði, meðferð þeirra og umhirðu. Farið er yfir grunnatriði við vinnslu á gegnheilum viði, stillingar, fyrirbyggjandi viðhald, hlífar, hjálpartæki og notkunarleiðbeiningar og merkingar á tækjum og búnaði. Lögð er áhersla á líkamsbeitingu og öryggismál um umgengni við tæki og búnað.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu og notkun á algengustu trésmíðavélum
    • öryggiskröfum sem gerðar eru við vinnu við trésmíðavélar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota trésmíðavélar við vinnu á gegnheilum viði á öruggan hátt
    • ganga um trésmíðaverkstæði sem vinnustað
    • velja bitverkfæri við hæfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með gegnheilan við í bútsög, afréttara, þykktarhefli og plötusög
    • gera sér grein fyrir því hvaða hættur eru fyrir hendi við vélavinnu og bregðast við þeim á réttan hátt
    • vera ábyrgur við notkun og umgengni um trésmíðavélar og trésmíðaverkstæði
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.