Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434109259.17

    Trésmíði 1
    TRÉS1SL06
    1
    trésmíði
    límingar, samsetningar, yfirborðsmeðferð, öryggisatriði
    Samþykkt af skóla
    1
    6
    AV
    Í áfanganum eru kennd grunnatriði trésmíða með áherslu á þekkingu og færni í notkun handverkfæra og trésmíðavéla. Nemandinn kynnist ýmsum trésamsetningum, aðferðum við límingar, pússningu og meðferð yfirborðsefna. Nemandinn lærir að nota hefilbekki og stilla þá m.t.t. vinnustellinga og mismunandi verka og fær þjálfun í að nota áhöld til mælinga og uppmerkinga. Nemandinn fær fræðslu um öryggismál á trésmíðaverkstæðum og hættur sem leynast á vinnusvæðinu. Áhersla er lögð á að nemandinn læri hvernig ganga skuli um tæki og vélar og að nota nauðsynlegar persónu- og öryggishlífar.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vinnuumhverfi trésmiða
    • öryggismálum á trésmíðaverkstæðum
    • algengum tegundum smíðaviðar
    • algengustu trésmíðavélum
    • algengustu hand- og rafmagnshandverkfærum
    • helstu trésamsetningum
    • grunnatriðum yfirborðsmeðferðar á smíðaviði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með mismunandi smíðavið og efni
    • nota algeng handverkfæri og trésmíðavélar
    • nota áhöld til mælinga og uppmerkinga
    • bera yfirborðsefni á tré með mismunandi hætti
    • nota persónuhlífar og öryggishlífar á trésmíðavélum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • smíða einfalda hluti eftir teikningum og verklýsingum
    • leysa af hendi fjölbreytt verkefni
    • vinna með helstu tæki og vélar sem notuð eru við störf á trésmíðaverkstæði
    • meta hættur sem leynast á trésmíðaverkstæði
    • velja hlífðarbúnað og hlífar í samræmi við aðstæður
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.