Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434109554.81

    Heildun og deildajöfnur
    STÆR3HR05
    98
    stærðfræði
    heildun, raðir, runur, rúmmál snúðs
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Efni áfangans er heildun og deildajöfnur. Nemendur læra ýmsar aðferðir og reglur við að reikna heildi, flatarmál og rúmmál. Nemendur læra að leysa deildajöfnur og setja upp líkön.
    STÆR3DF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • stofnföllum og óákveðnu heildi
    • ákveðnu heildi og flatarmáli undir ferli falls
    • tölulegri nálgun heildis
    • hlutheildun, heildun með innsetningu og heildun ræðra falla
    • rúmmáli snúðs
    • deildajöfnum.
    • því hvernig deildajöfnur eru notaðar í líkanagerð.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kanna helstu gerðir stofnfalla
    • nota ákveðið heildi til að finna flatarmál undir ferli og milli ferla.
    • nota deildun og heildun til að leysa raunveruleg viðfangsefni
    • nota heildun til að reikna rúmmál snúða
    • deildajöfnur til að leysa raunveruleg viðfangsefni og setja upp líkan.
    • nota grafíska vasareikna og stærðfræðiforrit
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera saman tölulega nálgun og ákveðið heildi
    • skiptast á skoðunum við aðra um lausnir
    • útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega
    • kynna ólíkar aðferðir við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni
    Í áfanganum eru próf og verkefnavinna.