Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434131511.5

    Verkstæði 2 - Flötur
    VSTÆ3FL03
    3
    Verkstæði
    tvívíð vinna
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Markmiðið er að nemendur dýpki þekkingu sína á möguleikum tengdum verkstæðisvinnu, s.s. í málaralist, teikningu og grafík. Unnið er á verkstæði undir handleiðslu kennara. Námið er byggt á einföldum verkefnum í hverjum miðli en nemendur vinna frjálst lokaverkefni í lok áfangans og nýta til þess ýmist einn miðil eða blandaða tækni. Farið er í vettvangsferðir til að kynnast fleiri efnum og aðferðum. Ýmsir sérfræðingar eru kvaddir til, myndlistamenn, hönnuðir og fræðimenn sem geta gefið nánari sýn inn í margbrotin heim efnis og aðferða.
    VSTÆ2EA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eiginleikum ólíkra miðla fyrir listsköpun og hönnun
    • ólíkum eiginleikum fjölbreyttra efna sem gjarnan eru notuð af myndlistarmönnum og hönnuðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja sér miðil sem hentar persónulegum vinnubrögðum og hugmyndum
    • nýta sér upplýsingar um eiginleika ólíkra miðla og gera tilraunir með efni og aðferðir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með ólíka eiginleika mismunandi efna og beita fjölbreyttum aðferðum til þess að gera persónuleg og frumleg verk