Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434362506.29

    Fylkjareikningur, netafræði og línuleg bestun.
    STÆR4FN05
    9
    stærðfræði
    fylkjareikningur, línuleg bestun, netafræði
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Helstu efnisþættir áfangans eru fylki, fylkjareikningar og hagnýting fylkja. Línuleg jöfnuhneppi, línuleg algebra, ójöfnuhneppi og línuleg bestun. Við lausn verkefna eru notaðir vasareiknar og tölvuforrit.
    Tveir áfangar af þriðja þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fylkjum og fylkjareikningi.
    • hagnýtingu fylkja.
    • línulegri algebru, jöfnuhneppum og línulegri bestun.
    • ójöfnuhneppum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með helstu reikniaðgerðir fylkja.
    • nota jöfnuhneppi í fylkjareikningi.
    • nota fylki í helstu færslum í hnitakerfi.
    • bera saman ákveður og nota reglu Cramers í lausn á annars og þriðja stigs jöfnum.
    • kanna ójöfnuhneppi og nota þau til að leysa línulega bestun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk á viðeigandi hátt
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna.
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni.
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa hagnýt viðfangsefni og þrautir.
    Verkefnavinna og próf.