Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1434363808.07

  Kynnig á list- og verknámi
  NÁSS1ÁS05
  7
  Náms- og starfsfræðsla
  sjálfsvitund, áhugasvið
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  AV
  Í áfanganum gefst nemandanum kostur á að kynnast list- eða verknámi sem hann hefur áhuga á. Nemandinn velur sér faggrein úr því list- eða verknámi sem er í boði í skólanum hverju sinni og sinnir því undir handleiðslu faggreinakennara. Lögð er áhersla á að efla námsvitund nemandans, að hann finni styrkleika sína, öðlist sjálfstraust til að sinna ólíkum verkefnum og finni áhugasvið sitt í gegnum fjölbreytt nám.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sjálfsmynd sinni og hvernig hann getur best nýtt sína hæfileika
  • eigin hæfni, styrkleikum og áhugasviði
  • mikilvægi markmiðasetningar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum í því vinnuumhverfi sem hann er staddur í hverju sinni
  • greina styrkleika sína og tengja áhugasvið sitt við nám
  • setja sig í spor annarra, sýna umburðarlyndi og samhygð
  • beita árangursríkum námsaðferðum og setja sér raunhæf markmið
  • setja sér raunhæf markmið
  • beita skipulögðum vinnubrögðum í námi
  • beita lýðræðislegum vinnubrögðum í samvinnu við aðra
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • stunda árangursríkt nám á framhaldskólastigi og taka ábyrgð á eigin námi
  • taka afstöðu til áframhaldandi náms við skólann
  • bæta eigin vinnubrögð og samstarf við aðra
  • sýna frumkvæði í að rækta sköpunargáfu sína og aðlögunarhæfni í verkefnum innan og utan skóla
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.