Meginefni áfangans er tvinntölur og deildajöfnur af fyrsta og öðru stigi. Einnig eru í áfanganum upprifjun og samantekt á deilda- og heildareikningi og umfjöllun um lengd ferils, yfirborðsflatarmál snúðs og andhverfur hornafalla.
STÆR3HD05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
tvinntalnamenginu og túlkun tvinntalna sem punkta í rétthyrndum hnitum í sléttu
sambandi deildunar og heildunar og hagnýtingu deilda- og heildareiknings
helstu gerðum deildajafna og þeim lausnaraðferðum sem þar tíðkast
aðferðum sem nýtast til að reikna lengdir ferla og yfirborð snúða
andhverfum hornafalla og notkun þeirra í heildareikningi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með tvinntölur bæði á a + bi fomi og á pólformi og beita helstu reiknireglum tvinntalnareiknings, þ.m.t. reglu de Moivers og reglu Eulers
nota deilda- og heildareikning til að finna t.d. útgildi, snertla og flatarmál, til að finna línulega nálgun ferla og til að reikna vaxtarhraða þar sem lengdir og rúmmál breytast með tímanum
leysa fyrsta og annars stigs deildajöfnur
finna lengd ferla og yfirborðsflatarmál snúða
deilda og heilda andhverfur hornafalla
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
velja þær aðferðir sem við eiga hverju sinni til að leysa verkefni og beita þeim aðferðum rétt
skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum
fylgja og skilja röksemdafærslu í mæltu máli og í texta
leysa margvísleg viðfangsefni í öðrum námsgreinum og daglegu lífi
vinna sjálfstætt eða með jafningjum að lausn margvíslegra flókinna, stærðfræðilegra viðfangsefna
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.