Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434367759.13

    Listasaga
    SAGA3LS05
    50
    saga
    listasaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Saga sjónlista frá fornöld til samtímans. Megináhersla er lögð á vestræna listasögu en einnig er fjallað um listþróun í öðrum heimshlutum. Gerð er tilraun til að leiðrétta kynjahalla listasögunnar. Meðal viðfangsefna eru einkenni ýmissa stíla og tímabila í byggingarlist, höggmyndalist og málaralist. Sömuleiðis eru kynnt ný listform og nemendur kynna sér íslenska myndlist í fortíð og samtíma.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • einstökum tímabilum í listasögu og helstu einkennum þeirra og átta sig á samhengi og þróun listasögunnar.
    • mismunandi tækni og aðferðum listamanna.
    • helstu stefnum og straumum í samtímalist og fulltrúum þeirra, innlendum og erlendum.
    • fjölbreytileika listasögunnar og því að henni hefur hingað til ekki alltaf verið miðlað með sanngjörnum hætti.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita fjölbreyttum aðferðum til að leita sér upplýsinga og meta ólíkar greinar sjónlista.
    • miðla þekkingu sinni á sjónlistum á skiljanlegan hátt og nota til þess fjölbreyttar aðferðir.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • draga ályktanir um einstök listaverk, vinnslu þeirra og merkingu.
    • skoða listaverk frá ólíkum sjónarhornum og lýsa þeim á hlutlægan og rökstuddan hátt.
    • átta sig á félagslegum bakgrunni sjónlista á mismunandi stöðum og tímaskeiðum.
    • fjalla á gagnrýninn hátt um sjónlistir, eldri verk og samtímaverk.
    Áfanginn er símatsáfangi með fjölbreyttu námsmati. Skrifleg verkefni, kaflapróf og kynningar.