Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434474217.71

    Mannfræði
    MANN3AK05
    1
    mannfræði
    almenn kynning
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í mannfræði er manneskjan rannsökuð sem bæði dýrategund og félagslegt fyrirbæri. Í þessum áfanga er fjallað um ýmsar ólíkar nálganir mannfræðinnar að viðfangsefni sínu, manninum. Mannfræði er oft skipt upp í fjóra flokka; félagslega eða menningarmannfræði, líffræðilega mannfræði, málvísindalega mannfræði og fornleifafræði. Aðal áherslan verður lögð á félagslega mannfræði en nemendur fá einnig nokkra innsýn í nálgun líffræðilegrar mannfræði. Kynnt verða helstu umfjöllunarefni mannfræðinga og einnig fræðast nemendur um þekktustu rannsóknaraðferð mannfræðinga, þátttökuathugun. Nemendur munu kynnast mismunandi menningarheimum og eiga að geta tileinkað sér afstæðishyggju sem hluta af aðferðafræði fagsins. Í því samhengi verður fjallað um mannréttindi, heilbrigði og velferð allra jarðarbúa. Meðal þess sem tekið verður fyrir er fjölbreytileiki í fjölskylduformum, kynhlutverkum, trúarhugmyndum, hagkerfum, stríðsrekstri og friðarferlum. Heildræn sýn mannfræðinnar í rannsóknum á grunnstoðum ólíkra samfélaga er höfð í forgrunni sem og mikilvægi mannfræðinnar varðandi sjálfbærni samfélaga á alþjóðavettvangi.
    FÉLA1AK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu mannfræðinnar og sértækum hugtökum fræðigreinarinnar.
    • sérstöðu mannfræðinnar og helstu undirgreinum hennar.
    • helstu rannsóknaraðferð mannfræðinnar, þátttökuathugun.
    • fjölbreytileika ólíkra menningarheima.
    • mikilvægi þess að allir í heiminum njóti almennra mannréttinda, heilbrigðis og velferðar óháð búsetu eða uppruna.
    • ólíkum lífstíl vestrænna ríkja og annarra og hvað við getum lært af "frumstæðari" samfélögum, m.a. varðandi sjálfbærni.
    • uppruna mannsins og þróun tegundarinnar fram á okkar daga.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • miðla þekkingu sinni á ólíkum menningarheimum bæði skriflega og munnlega.
    • framkvæma þátttökuathugun á viðfangsefni að eigin vali.
    • kynna rannsóknarniðurstöður sínar á viðeigandi hátt.
    • taka ábyrgan þátt í samræðum um mannréttindi og velferð allra jarðarbúa sem og sjálfbærni samfélaga á alþjóðavettvangi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera saman rannsóknir erlendra og íslenskra mannfræðinga hérlendis og erlendis ...sem er metið með... heimildavinnu, fyrirlestrum og könnunarprófi.
    • setja fram gagnrýnið mat á þróunarhugtakinu og ýmsum öðrum hugtökum og kenningum ...sem er metið með... könnunarprófi.
    • beita afstæðishyggju við að greina á milli ólíkra menningarheima ...sem er metið með... verkefnavinnu.
    • tengja saman viðfangsefni mannfræðinnar við þátttökuathuganir og etnógrafíur ...sem er metið með... könnunarprófi, rannsóknarvinnu og fyrirlestrum.
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, draga ályktanir af rannsóknarniðurstöðum sínum og rökstyðja skoðanir sínar ...sem er metið með... rannsóknarvinnu og fyrirlestrum.
    • ræða siðferðileg vandamál við helstu rannsóknaraðferð mannfræðinga, þátttökuathugun, ...sem er metið með... umræðum og könnunarprófi.
    • leggja gagnrýnið mat á stöðu einstaklinga og samfélaga í hnattrænu samhengi með mannréttindi og sjálfbærni að leiðarljósi. ...sem er metið með... umræðum, verkefnavinnu og könnunarprófi.
    Símatsáfangi með stórum og smáum verkefnum sem tengjast m.a. málefnum líðandi stundar. Fyrirlestrar, stuttar kynningar, könnunarpróf, rannsóknarvinna, umræður og heimildavinna.