Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1434477394.88

  Inngangur að forritun
  TÖLV1IF05
  6
  tölvur
  inngangur að forritun
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Farið er yfir sögu forritunar, uppbyggingu tölvu og helstu stýrikerfi. Farið er í undirstöðuatriði forritunar og lausnir einfaldra forritunarverkefna. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemanda. Helstu hugtök: • Aðferðir/föll (methods) • Athugasemdir í forritum • Breytur • Búlskar segðir og skilyrðissetningar • Endurkvæm forritun • Forritunarmál • Forritunarreglur • Fylki • Gildissvið (scope) • Heiltölur og kommutölur • Hugbúnaður og vélbúnaður • Inntak og úttak í textabundnum notendaskilum • Lykkjur • Prófun og villuleit • Röðun • Skipanahamur (console, terminal) • Skrár • Snjallforrit (app) • Stafasett (ASCII, Unicode, utf8) • Strengir • Tvíundar-, tuga- og sextándaform • Tög • Umskráning gagna • Virkjar • Þýðendur og túlkar
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim efnisatriðum sem koma fram í lýsingu
  • ferli við gerð einfaldra forrita
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skýra virkni og skrifa einföld forrit með þeim grunneiningum sem koma fram í lýsingu
  • prófa og aflúsa forrit
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa uppbyggingu tölvu og skiptingu í vél- og hugbúnað
  • skrifa, þýða og villuleita einföld forrit
  Þátttaka nemenda í verklegum æfingum og próf.