Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1434621199.14

  Fornaldarsaga
  SAGA2BF05
  69
  saga
  Fornaldarsaga
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  SB
  Mannkynssaga frá steinöld fram til loka fornaldar um 500 e.Kr.. Saga Miðausturlanda, Grikklands og Rómaveldis. Framhaldsáfangi í sögu og undanfari fyrir sögu á 3. þrepi. Viðfangsefni áfangans er klassísk fornaldarsaga sem jafnan er talin vera undirstaða vestrænna nútímasamfélaga, nefnilega Miðausturlanda, Grikklands og Rómaveldis og nálægra samfélaga. Sú saga og tengsl hennar við samfélag nútímans eru skoðuð rækilega og jafnframt er skoðað hvernig birtingarmyndir fornaldar hafa breyst í gegnum tíðina, velta fyrir sér hvernig sagan hefur verið túlkuð og íhuga hvaða tilgangi þær túlkanir þjóna.
  SAGA2HÍ05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • áhrifum kynhlutverka og stéttskiptingar á líf fólks í fornöld
  • helstu atburðum úr fornaldarsögu sem vísað er til í samtímanum
  • helstu hugtökum, kenningum, viðfangsefnum og aðferðum fornaldarsögu
  • hlutverki og mikilvægi trúarbragða í fornöld
  • meginstiklum í tækni-, vísinda- og atvinnuþróun fornaldar
  • mikilvægi fornaldarsögu fyrir upplýsta samfélagslega umræðu og gagnrýna hugsun
  • mismunandi sjónarhornum á samfélagsleg gildi og siðferði í fornöld
  • mismunandi stjórnkerfum fornaldar, kostum þeirra og göllum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • flytja framsögu um afmarkað sögulegt efni
  • greina söguleg viðfangsefni á gagnrýnirannsaka afmarkað sögulegt efninn hátt
  • rannsaka afmarkað sögulegt efni
  • setja fram söguleg viðfangsefni á skýran, aðgengilegan og skapandi hátt
  • skrifa texta sem byggja á ítarlegri heimildaöflun og úrvinnslu gagna
  • taka þátt í umræðum og verja rökstudda afstöðu sína
  • vinna að verkefnum með samnemendum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • að meta áhrif fornaldarsamfélaga á sitt eigið samfélag og sína eigin sjálfsmynd
  • að meta umfjöllun um fornöldina í nútímamiðlum
  • að taka frumkvæði í þekkingaröflun
  • að taka siðferðislega afstöðu til siða og atburða fornaldar
  • að taka þátt í málefnalegum umræðum og rökræðum um sögu og samfélög fornaldar
  • að útskýra viðhorf fornaldarfólks til ýmissa málefna
  Tímaverkefni, fyrirlestur, stutt ritgerð, frjálst hópverkefni og val um lokapróf eða lokaverkefni