Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434628200.97

    Nútímaeðlisfræði
    EÐLI3NE05
    47
    eðlisfræði
    nútímaeðlisfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Þungamiðja áfangans er sú eðlisfræði sem þróaðist aðallega á 20. öldinni og fram til dagsins í dag. Fjallað er um takmörkuðu afstæðiskenninguna, grunnsetningar hennar og þau áhrif sem hún hefur á skilning manna á hugtökunum tími, lengd og massi. Nemendur kynnast einföldum reikningum í tengslum við efnið. Þróun kenninga um gerð atómsins er kynnt, upphaf skammtafræði og hugmyndir manna um öreindir og kvarka. Einnig munu nemendur nota netið til að afla sér upplýsinga um ýmsar nýjungar og rannsóknir í eðlisfræði. Kynna sér rannsóknarstofnanir eins og CERN, NASA og kennsluvefi í eðlisfræði. Jafnframt verður farið dýpra og stærðfræðilegar í valda efnisþætti úr ýmsum þáttum eðlisfræðinnar. Helstu efnisatriði eru: • Afstæðiskenningin • Skilgreining tregðukerfis • Grunnsetningar Einsteins • Sértæka afstæðiskenningin • Samtímahugtakið, tímaseinkun og lengdarstytting • Hnitahliðrun Lorentz • Hvíldarmassi og áhrif hraða á massa • Samlagning háhraðavektora (nærri ljóshraða) • Kynning á almennu afstæðikenningunni • Þróun kenninga um atómið • Skammtafræði rafsegulsviðs • Tvíeðli ljóss, skriðþungi ljóseindar • Agnabylgjur, de Broglie bylgjulengd • Líkindi í skammtafræði • Óvissulögmál Heisenbergs • Bylgjujafna Schrödingers og vensl hennar við lotukerfið • Öreindir og atómlíkanið
    EÐLI2HK05, EÐLI2RB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróun vísindalegra rannsókna í eðlisfræði á 20.öld og fram til dagsins í dag
    • hugtökum sem snerta sértæku afstæðiskenninguna
    • grunnhugtökum sem tengjast skammtafræði og óvissulögmálum
    • þróun hugmynda um innri gerð atómsins
    • Dæmum um fræðileg vandamál sem eðlisfræðingar eru að vinna að í dag
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja fram og vinna með flókin töluleg gögn
    • beita algebru og deildun við lausn eðlisfræðiverkefna
    • setja mæliniðurstöður fram með óvissumörkum
    • reikna út óvissu í tengslum við tilraunir
    • vinna með ýmis konar tæki m.a. tölvutengd við framkvæmd tilrauna
    • nota tölvuforrit við lausn verkefna og ritun skýrslna
    • vinna með ýmis konar tæki m.a. tölvutengd við framkvæmd tilrauna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita rökhugsun og vísindalegri aðferð við verkefnalausnir í eðlisfræði
    • túlka lögmál eðlisfræðinnar með eigin orðum
    • skýra fyrir öðrum munnlega og skriflega þau eðlisfræðilegu fyrirbæri sem hann hefur kynnst
    • leysa verkefni er tengjast hugtökum og lögmálum sem kynnt eru í áfanganum
    • yfirfæra þekkingu í námi sínu úr öðrum greinum t.d. stærðfræði og efnafræði
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • vinna markvisst í hóp að undirbúningi og framkvæmd mælinga og athugana í eðlisfræði
    • tengja saman línurit og jöfnur til lausnar á eðlisfræðilegum verkefnum
    • nota bækur og rafræna upplýsingamiðla til að leita uppi, skoða og meta á gagnrýninn hátt upplýsingar sem tengjast eðlisfræði
    • tengja þekkingu í eðlisfræði við daglegt líf sitt og umhverfi og sjá notagildi hennar
    Þátttaka nemenda í verklegum æfingum og umræðum um námsefnið og efni tengt því er metin. Nemendur skila skýrslum og úrvinnslu úr tilraunum. Vinnubók nemenda með verkefnum og dæmum er metin tvisvar á önn. Einnig eru skrifleg próf notuð til að meta hæfniviðmiðin.