Farið er yfir helstu hugtök gagnasafnsfræða og vefforritunar. Skipulag og vensl gagnasafna og fyrirspurnarmálið SQL. Farið er í greiningu, hönnun og smíði gagnasafna. Gerð einindavenslalíkana, tögun eiginda og lyklun. Gerð er heimasíða með tengingu við gagnagrunn. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemanda.
Helstu efnisatriði:
• ACID
• Aðkomulyklar
• CSS
• Deadlock
• Eigindi (attributes))
• Einindi (entities))
• Einindavenslarit
• Forritarammar (frameworks)
• Frumlyklar
• Föll og stefjur
• Gikkir (triggers)
• HTML
• Javascript
• Lotur (transactions)
• Læsingar
• Normalform (að 3NF)
• PHP / C#
• Server og client side forritun
• Stefjur (procedure)
• Sýnir (view)
• Vensl (1:1, 1:N, N:M)
• Vísir (index)
TÖLV1IF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim hugtökum sem koma fram í lýsingu
hönnun gagnasafna
SQL fyrirspurnarmálinu
uppbyggingu heimasíðna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp gagnasafn með einindavenslalíkani
beita SQL fyrirspurnarmálinu við umsýslu gagnasafns
velja gögn úr gagnasafni með SQL
gera heimasíðu með hjálp forritaramma
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hanna gagnasafn frá þarfalýsingu með einindum, eigindum, tögum og venslum