Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434634774.95

    Gagnasafnsfræði og vefforritun
    TÖLV2GV05
    9
    tölvur
    Gagnasafnsfræði og vefforritun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er yfir helstu hugtök gagnasafnsfræða og vefforritunar. Skipulag og vensl gagnasafna og fyrirspurnarmálið SQL. Farið er í greiningu, hönnun og smíði gagnasafna. Gerð einindavenslalíkana, tögun eiginda og lyklun. Gerð er heimasíða með tengingu við gagnagrunn. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemanda. Helstu efnisatriði: • ACID • Aðkomulyklar • CSS • Deadlock • Eigindi (attributes)) • Einindi (entities)) • Einindavenslarit • Forritarammar (frameworks) • Frumlyklar • Föll og stefjur • Gikkir (triggers) • HTML • Javascript • Lotur (transactions) • Læsingar • Normalform (að 3NF) • PHP / C# • Server og client side forritun • Stefjur (procedure) • Sýnir (view) • Vensl (1:1, 1:N, N:M) • Vísir (index)
    TÖLV1IF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim hugtökum sem koma fram í lýsingu
    • hönnun gagnasafna
    • SQL fyrirspurnarmálinu
    • uppbyggingu heimasíðna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp gagnasafn með einindavenslalíkani
    • beita SQL fyrirspurnarmálinu við umsýslu gagnasafns
    • velja gögn úr gagnasafni með SQL
    • gera heimasíðu með hjálp forritaramma
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hanna gagnasafn frá þarfalýsingu með einindum, eigindum, tögum og venslum
    • setja upp gagnasafn
    • svara spurningum um gögn með SQL
    • skrifa gagnvirka heimasíðu
    Þátttaka nemenda í verklegum æfingum og próf