Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434635082.88

    Hlutbundin forritun
    TÖLV2HF05
    8
    tölvur
    hlutbundin forritun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum fá nemendur æfingu í hlutbundinni forritun. Farið er yfir mismunandi ferli við hugbúnaðargerð. Unnið verður jöfnum höndum með textabundin og myndræn notendaskil. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemanda. Helstu efnisatriði: • Atburðir (events) • Eiginleikar (properties) • Erfðir (inheritance) • Fjölvirkni (polymorphism) • Forritunaraðferðir (t.d. agile,scrum, xp...) • Fjölbinding • Frávik/Frábrigði (exceptions) • Gagnaskipan (staflar, listar, tré, biðraðir, tætitöflur, mengi) • GUI • Hjúpun (encapsulation) • Hlutbundin högun (t.d MVC) • Hugrænn klasi (abstract class) • IDE (t.d. Visual Studio) • Klasar og hlutir • Klasasöfn • Lagskipt högun • Litir • Myndir • Nafnasvæði • Ofansækin hönnum (top down design) • Smiðir • Sýnileiki (Private – public…) • Upplýsingahuld (information hiding) • Viðmót (interface) • Yfirskrift (overloading) • Þjöppun
    TÖLV1IF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim efnisatriðum sem koma fram í lýsingu
    • ferlum við gerð hlutbundinna forrita
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hanna, skrifa og prófa hlutbundin forrit með þeim atriðum sem koma fram í lýsingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skýra hvaða þýðingu efnisatriði í lýsingu hafa við gerð forrita
    • skrifa, þýða, villuleita hlutbundin forrit með þeim atriðum og aðferðum er koma fram í lýsingu
    Þátttaka nemenda í verklegum æfingum og próf.