Nemendur fá frekari kynningu á aðferðum sem notaðar eru í ályktunartölfræði. Fjallað er um þær aðferðir sem notaðar eru til að draga ályktanir um úrtak á grundvelli upplýsinga um þýði. Fjallað verður um notkun normaldreifinga, t-dreifingar, kíkvaðratprófanir og F-dreifingar. Einnig er fylgni athuguð og gerðar spár út frá fylgni.
STÆR2LT03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
líkindadreifingu sem líkani við útreikning líkinda
grunnatriðum úrtaksfræði og meginmarkgildissetningu tölfræðinnar
úrtaksdreifingu við framsetningu tölfræðilegra ályktana
hugtökum línulegrar aðhvarfsgreiningar og bestu línu gegnum gagnapunkta í sléttum fleti
fylgni
ýmsum tölfræðiprófum sem notuð eru til að draga ályktanir
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota hugtökin öryggisbil, öryggismörk, skekkjumörk, öryggisstig o.s.frv.
setja fram tilgátu og gera á henni viðeigandi tölfræðileg próf
geta fundið fylgni, jöfnu bestu línu og gert spá
geta túlkað fylgnistuðla
nota ýmis tölfræðipróf t.d. t-próf, kíkvaðrat-próf og F-próf
geta nýtt sér tölfræðileg forrit við gagnavinnslu, prófanir og ályktanir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skiptast á skoðunum við aðra
útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
kynna ólíkar aðferðir við framsetningu tölfræðilegra viðfangsefna
skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
beita skipulegum aðferðum við að lausn tölfræðilegra viðfangsefna