Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434647028.79

    Afbrigðasálfræði
    SÁLF3AB05
    42
    sálfræði
    afbrigðasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um einkenni og mögulegar afleiðingar streitu og kreppu (þroskafræðilegar og sálfræðilegar kreppur). Farið er í geðraskanir út frá DSM-V flokkunarkerfinu. Helstu einkenni, tíðni, orsakir og mögulegar meðferðarleiðir kynntar. Markmið umfjöllunar og verkefnavinnu áfangans er að auka þekkingu, skilning, virðingu og umburðarlyndi gagnvart einstaklingum með geðraskanir.
    SÁLF1AK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu einkennum og orsökum streitu og kreppu
    • einkennum, algengi, áhættuþáttum og mögulegum orsökum helstu geðraskana
    • uppbyggingu og notkun þekktustu flokkunarkerfa geðrænna vandamála
    • ólíkum meðferðarformum afbrigðasálfræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina helstu einkenni streitu og kreppu
    • greina einföld, dæmigerð einkenni hinna ýmsu geðraskana með rökstuðningi
    • nota DSM-V flokkunarkerfið við greiningu geðrænna vandamála
    • nýta sér innlendar og erlendar fræðigreinar ásamt APA heimildarskráningu
    • þekkja og geta tengt saman íslensk og erlend hugtök (samheiti) er tengjast efni áfangans
    • tjá sig í ræðu og riti á ábyrgan hátt gagnvart geðrænum vandamálum
    • beita þeim leiðum sem fjallað er um í áfanganum sem stuðla að andlegri vellíðan og heilbrigði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta unnið í samvinnu við aðra
    • geta lagt rökstutt mat á geðræn vandamál í sjúkrasögum sem unnið er með í áfanganum
    • taka afstöðu til og rökræða ýmis álitamál er tengjast efni áfangans
    • í ræðu og riti fjalla um geðraskanir af virðingu og víðsýni og vinna þannig gegn fordómum
    • gera sér grein fyrir hvernig stuðla megi að bættu geðheilbrigði
    Verkefnavinna, kynningar, rökræður, heimildarvinna, lokapróf