Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434647333.94

    Þroskasálfræði
    SÁLF2ÞS05
    50
    sálfræði
    þroskasálfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallar um þroskaferil mannsins frá getnaði fram á fullorðinsár. Einkenni líkamsþroska, vitsmunaþroska, félagsþroska, tilfinninga- og persónuleikaþroska á ólíkum aldursstigum kynnt. Þróun greinarinnar kynnt bæði sögulega og út frá ólíkum þroskakenningum. Farið er í hin ýmsu þroskafrávik og þau skoðuð út frá líffræðilegu og sálfræðilegu sjónarhorni. Ýmis álitamál s.s. ótímabærar þunganir, vanræksla og starfslok rædd. Hin ýmsu mótunaráhrif skoðuð með sérstakri áherslu á unglingsárin. Öldrunarsálfræði kynnt.
    Sálfræði - almenn kynning SÁLF1AK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróun þroskasálfræðinnar sem vísindagreinar
    • helstu kenningum í þroskasálfræði
    • megineinkennum þroskaferilsins s.s. líkamsþroska, vitsmunaþroska, félagsþroska, tilfinninga- og persónuleikaþroska
    • helstu þroskafrávikum, líkamlegum og andlegum
    • helstu einkennum öldrunar og helstu viðfangsefnum öldrunarsálfræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða kenningar í þroskasálfræði, greina á milli þeirra og tengja þær við eigin lífsferil í fortíð nútíð og framtíð
    • leita upplýsinga og afla þekkingar á sviði þroskasálfræði í ólíkum miðlum, í viðtölum og/eða vettvangsheimsóknum
    • beita vísindalegri hugsun og vinnubrögðum
    • framfylgja helstu siðareglum sem gilda í sálfræði bæði í rannsóknum og upplýsingaöflun
    • tjá þekkingu sína í þroskasálfræði bæði í ræðu og riti
    • vinna að sjálfstæðu rannsóknarverkefni er tengist efni áfangans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja hvernig líffræðilegir, vitsmunalegir og félagslegir þættir geta mótað atferli og þroska einstaklinga og þar með margbreytileika mannlegs samfélags ...sem er metið með... könnunarprófi
    • vinna úr rannsóknargögnum (eigin og annarra) og leggja á þau mat sem er metið með kynningum og rökræðum
    • gagnrýna og taka gagnrýni með jákvæðum og málefnalegum hætti ...sem er metið með... verkefnavinnu
    • taka þátt í rökræðum um málefni er tengjast sálfræði ...sem er metið með... rökræðum og kynningum
    Símat. Kaflapróf, framsaga, lestrardagbækur, fyrirlestrar nemenda, heimildarvinna, rökræður.