Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1435057374.21

    Rannsóknaraðferðir og kenningar
    RANN3EM05
    5
    aðferðafræði
    eigindlegar rannsóknir, megindlegar rannsóknir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað verður um helstu rannsóknaraðferðir félagsvísinda og rætt um kosti þeirra og galla. Kenningarfræðilegur bakgrunnur ýmissa rannsóknaraðferða verður skoðaður ásamt því hvernig ólíkar aðferðir tengjast mismunandi sjónarmiðum innan félagsvísinda. Bornar verða saman eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir og fá nemendur að kynnast þessum ólíku rannsóknarhefðum með því að beita þeim sjálfir á rannsóknarefni að eigin vali. Mikilvægt er að nemandinn læri að lesa úr niðurstöðum rannsókna og tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð með því að skapa sínar eigin rannsóknir. Rætt verður um aðferðafræðileg og siðferðileg vandamál tengd rannsóknum og sú umræða tengd gagnrýninni umfjöllun um niðurstöður rannsókna. Rannsóknarferlinu er lýst og fjallað um úrvinnslu, greiningu og kynningu gagna. Meginmarkmið áfangans er að nemandinn öðlist meiri skilning, þekkingu og áhuga á rannsóknaraðferðum og kenningum til þess að hann verði fær um að meta, taka afstöðu til og fjalla um rannsóknir félagsvísindamanna á gagnrýninn hátt og beiti þeim í nokkrum mæli.
    FÉLA1AK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samvirkni-, átaka- og samskiptakenningum.
    • eigindlegum og megindlegum rannsóknum.
    • helstu hugtökum félagsfræðinnar.
    • ólíkum rannsóknaraðferðum eins og könnunum, athugunum, tilraunum og skráðum heimildum.
    • félagsfræðinni sem vísindagrein.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina á milli ólíkra rannsóknaraðferða og beita þeim á mismunandi viðfangsefni.
    • miðla þekkingu sinni á kenningum og rannsóknum bæði skriflega og munnlega.
    • setja fram rannsóknarspurningar og tilgátur um rannsóknarefni að eigin vali.
    • safna saman upplýsingum í gegnum rannsóknarvinnu.
    • greina upplýsingar og setja fram niðurstöður úr eigin rannsóknum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja eigindlega og megindlega rannsóknarhefð við helstu kenningarnar ...sem er metið með... könnunarprófi.
    • leggja mat á hvaða rannsóknaraðferðir henta best við mismunandi aðstæður og á ólík viðfangsefni ...sem er metið með... verkefnavinnu og könnunarprófi.
    • framkvæma tvær rannsóknir, eigindlega og megindlega, á viðfangsefni að eigin vali ...sem er metið með... rannsóknarvinnu.
    • kynna rannsóknarniðurstöður sínar á viðeigandi hátt ...sem er metið með... fyrirlestrum og rannsóknarskýrslu.
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, draga ályktanir af rannsóknarniðurstöðum sínum og rökstyðja skoðanir sínar ...sem er metið með... fyrirlestrum og rannsóknarskýrslu.
    • leggja gagnrýnið mat á niðurstöður eigin rannsókna og annarra ...sem er metið með... verkefnavinnu.
    • ræða siðferðileg vandamál í rannsóknum ...sem er metið með... umræðum og könnunarprófi.
    Símatsáfangi þar sem nemendur vinna aðallega í tveimur stórum rannsóknum yfir önnina, megindlegri og eigindlegri. Nemendur velja sjálfir viðfangsefnin í samráði við kennara. Helstu námsmatsaðferðir eru könnunarpróf ásamt munnlegum og skriflegum verkefnum eins og fyrirlestrar, stuttar kynningar, rannsóknarvinna, rannsóknarskýrsla, umræður og heimildavinna.