Í vinnustaðanámi á sjúkrahúsi eða deild, fær nemandi tækifæri til að kynnast störfum heilbrigðisritara á deildum ásamt skipulagi og starfsháttum vinnustaðarins. Jafnframt gefst nemanda kostur á að bæta við sig þekkingu og færni í ýmsum þáttum er snúa að starfinu, læra að axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í starfi. Áfanginn er reynslutími fyrir heilbrigðisritara
Bóklegt nám heilbrigðisritara
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi þess að mæta þjónustuþegum heilbrigisstofnana af fagmennsku
mismunandi viðbrögðum við aðstæðum sem geta skapast á heilbrigðisstofnun
skjalafærslum og beiðnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka á móti og útskrifa þjónustuþega
eiga samskipti við þjónustuþega, aðstandendur og samstarfsfólk
virða trúnað og sýna tilitssemi
forgangsraða verkefnum
viðhafa sjálfstæð vinnubrögð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sinna störfum heilbrigðisritara á deildum af fagmennsku
Ferilbók þar sem gerð skal grein fyrir þjálfun nemandans í vinnustaðanámi, verkefnum lýst og mat lagt á framvindu náms, verkfærni og starfshæfni.